Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Andrés Önd svona reiður?

MBS

"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við minnsta tilefni og lætur skammirnar fjúka. Þetta er ekki síst eftirminnilegt í teiknimyndunum þar sem hann baðar út öllum öngum og bunar út úr sér óskiljanlegum skömmum með þykka andarhreimnum. Þeir sem ungangast Andrés, til dæmis frændur hans Ripp, Rapp og Rupp og erkióvinur hans Hábeinn heppni, notfæra sér óspart þennan veikleika hans til að koma honum í vandræði. En af hverju verður Andrés alltaf svona reiður?


Af hverju verður Andreś önd svona reiður!

Um uppruna reiðinnar eru menn ekki á eitt sáttir. Oft er talað um að menn fyllist réttlátri reiði en einnig er sagt að líkt og ástin sé reiðin blind. Rómverski heimspekingurinn Seneca bendir einmitt á þennan tvískinnung reiðinnar þegar hann segir í bók sinni De ira (Um reiðina):
Ekkert dýr annað en maðurinn finnur til reiði, því enda þótt reiðin sé fjandi skynseminnar kemur hún einungis fram þar sem skynsemin býr.
Í svari sínu við spurningunni Hvers vegna reiðist fólk? hefur Jakob Smári þetta um reiðina að segja:
Reiði snýst um að hinum reiða finnst (með réttu eða röngu) gert á sinn hlut eða annarra. Reiðin á sér þannig viðfang af einhverju tagi og hún er því alls ekki blind. Auk þessa viðfangs einkennist reiði, eins og aðrar geðshræringar, af lífeðlislegri örvun sem birtist til dæmis í hröðum hjartslætti.
Þetta virðist einmitt vera vandamálið hjá hinum uppstökka Andrési Önd. Hann þykir yfirleitt sérstaklega seinheppinn og oftar en ekki er verið að reyna að klekkja á honum. Höfundi þessa svars er minnistætt þegar Andrés eignaðist splunkunýjan sportbíl og fékk sekt fyrir of hraðan akstur. Bíllinn var þá kyrrstæður fyrir framan húsið hans en samkvæmt lögregluþjóninum leit hann út fyrir að vera langt yfir löglegum hámarkshraða. Blaðran fyrir ofan höfuð Andrésar leit þá út einhvern veginn svona: "!#$!&$?#$". Flestir myndu sennilega vera sammála því að Andrés hafi þarna fyllst réttlátri reiði.

Jakob Smári segir jafnframt í fyrrnefndu svari sínu:
Reiðin beinist þannig að því að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir að menn nái markmiðum sínum. Það hvernig hún birtist leiðir í ljós þetta hlutverk hennar. En þótt reiði sé okkur á þennan hátt mikilvæg getur hún, rétt eins og aðrar geðshræringar, oft farið af leið. Hún getur orðið öfgakennd og komið fram við aðstæður þar sem hún hindrar fremur en tryggir að markmið náist.
Það er næsta víst að Andrés hefur oft verið okkur hinum víti til varnaðar þar sem hann hefur látið reiðina hlaupa með sig í gönur. Oftast hefur það frekar bakað honum meiri vandræði heldur en að hann hafi náð að hrinda hindrunum sínum úr vegi.

Jakob Smári heldur áfram að tala um reiðina og segir:
Til þess að reiði komi fram af fullum þunga hjá fullþroska manni þarf hann yfirleitt að meta þá hindrun sem hann mætir á þann veg að hún stafi af ásetningi eða að minnsta kosti af vítaverðri vangá.

Á hinn bóginn virðist reiðin stundum blindari en ella og skeytir þá, að því er virðist, ekki um ásetning. Ef okkur sést yfir málsbætur þess sem gerir á okkar hlut er ólíklegt að dragi úr reiðinni. Slíkt gerist ekki síst ef við erum þreytt eða geta okkar til hugsunar er á einhvern hátt skert, til dæmis vegna þreytu, áfengisneyslu eða uppnáms af einhverju tagi.

Þá er eins og hugsanleg misgjörð eða hindrun ein og sér nægi til ofsafenginnar reiði, án tillits til þess hvort um nokkurn ásetning var að ræða. Menn geta þá jafnvel reiðst dauðum hlutum og skeytt skapi sínu á þeim. Þá virðast sum okkar einhverra hluta vegna eiga erfitt með að átta sig á þeim aðstæðum annarra sem eiga þátt í hugsanlegum misgjörðum þeirra gegn okkur. Þeir líta á flest það sem þeim er gert sem byggt á ásetningi. Reiðin getur því orðið takmarkalítil.
Þarna getur verið að skýringin á reiði Andrésar sé fundin. Þar sem hann reiðist svo oft er hann í sífelldu uppnámi og er þar af leiðandi uppstökkari en ella. Þessi keðjuverkun virðist hafa verið órofin frá því hann birtist fólki fyrst á kvikmyndatjaldinu árið 1934.

Andrés virðist jafnframt eiga erfitt með að sjá málsbætur þeirra sem gera eitthvað á hans hlut. Þetta gæti stafað af þeirri einföldu ástæðu að í mörgum tilfellum hafa þeir ekkert sér til málsbóta. Blekkingar frænda hans og Hábeins heppna beinast einmitt að því að gera honum lífið leitt.

Hin uppstökka önd á sér því ekki viðreisnar von. Hin réttláta reiði knýr hann áfram og blossar upp við minnsta tilefni. Við hin sem fylgjumst með erum hins vegar þakklát fyrir það að hann hefur aldrei verið sendur á reiðistjórnunarnámskeið. Sögurnar yrði tvímælalaust ekki jafn skemmtilegar ef Andrés tæki upp á því að leysa vandamálin með fortölum og málamiðlunum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

25.2.2008

Spyrjandi

Jói, Pétur, Andri

Tilvísun

MBS. „Af hverju er Andrés Önd svona reiður?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7100.

MBS. (2008, 25. febrúar). Af hverju er Andrés Önd svona reiður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7100

MBS. „Af hverju er Andrés Önd svona reiður?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Andrés Önd svona reiður?
"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við minnsta tilefni og lætur skammirnar fjúka. Þetta er ekki síst eftirminnilegt í teiknimyndunum þar sem hann baðar út öllum öngum og bunar út úr sér óskiljanlegum skömmum með þykka andarhreimnum. Þeir sem ungangast Andrés, til dæmis frændur hans Ripp, Rapp og Rupp og erkióvinur hans Hábeinn heppni, notfæra sér óspart þennan veikleika hans til að koma honum í vandræði. En af hverju verður Andrés alltaf svona reiður?


Af hverju verður Andreś önd svona reiður!

Um uppruna reiðinnar eru menn ekki á eitt sáttir. Oft er talað um að menn fyllist réttlátri reiði en einnig er sagt að líkt og ástin sé reiðin blind. Rómverski heimspekingurinn Seneca bendir einmitt á þennan tvískinnung reiðinnar þegar hann segir í bók sinni De ira (Um reiðina):
Ekkert dýr annað en maðurinn finnur til reiði, því enda þótt reiðin sé fjandi skynseminnar kemur hún einungis fram þar sem skynsemin býr.
Í svari sínu við spurningunni Hvers vegna reiðist fólk? hefur Jakob Smári þetta um reiðina að segja:
Reiði snýst um að hinum reiða finnst (með réttu eða röngu) gert á sinn hlut eða annarra. Reiðin á sér þannig viðfang af einhverju tagi og hún er því alls ekki blind. Auk þessa viðfangs einkennist reiði, eins og aðrar geðshræringar, af lífeðlislegri örvun sem birtist til dæmis í hröðum hjartslætti.
Þetta virðist einmitt vera vandamálið hjá hinum uppstökka Andrési Önd. Hann þykir yfirleitt sérstaklega seinheppinn og oftar en ekki er verið að reyna að klekkja á honum. Höfundi þessa svars er minnistætt þegar Andrés eignaðist splunkunýjan sportbíl og fékk sekt fyrir of hraðan akstur. Bíllinn var þá kyrrstæður fyrir framan húsið hans en samkvæmt lögregluþjóninum leit hann út fyrir að vera langt yfir löglegum hámarkshraða. Blaðran fyrir ofan höfuð Andrésar leit þá út einhvern veginn svona: "!#$!&$?#$". Flestir myndu sennilega vera sammála því að Andrés hafi þarna fyllst réttlátri reiði.

Jakob Smári segir jafnframt í fyrrnefndu svari sínu:
Reiðin beinist þannig að því að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir að menn nái markmiðum sínum. Það hvernig hún birtist leiðir í ljós þetta hlutverk hennar. En þótt reiði sé okkur á þennan hátt mikilvæg getur hún, rétt eins og aðrar geðshræringar, oft farið af leið. Hún getur orðið öfgakennd og komið fram við aðstæður þar sem hún hindrar fremur en tryggir að markmið náist.
Það er næsta víst að Andrés hefur oft verið okkur hinum víti til varnaðar þar sem hann hefur látið reiðina hlaupa með sig í gönur. Oftast hefur það frekar bakað honum meiri vandræði heldur en að hann hafi náð að hrinda hindrunum sínum úr vegi.

Jakob Smári heldur áfram að tala um reiðina og segir:
Til þess að reiði komi fram af fullum þunga hjá fullþroska manni þarf hann yfirleitt að meta þá hindrun sem hann mætir á þann veg að hún stafi af ásetningi eða að minnsta kosti af vítaverðri vangá.

Á hinn bóginn virðist reiðin stundum blindari en ella og skeytir þá, að því er virðist, ekki um ásetning. Ef okkur sést yfir málsbætur þess sem gerir á okkar hlut er ólíklegt að dragi úr reiðinni. Slíkt gerist ekki síst ef við erum þreytt eða geta okkar til hugsunar er á einhvern hátt skert, til dæmis vegna þreytu, áfengisneyslu eða uppnáms af einhverju tagi.

Þá er eins og hugsanleg misgjörð eða hindrun ein og sér nægi til ofsafenginnar reiði, án tillits til þess hvort um nokkurn ásetning var að ræða. Menn geta þá jafnvel reiðst dauðum hlutum og skeytt skapi sínu á þeim. Þá virðast sum okkar einhverra hluta vegna eiga erfitt með að átta sig á þeim aðstæðum annarra sem eiga þátt í hugsanlegum misgjörðum þeirra gegn okkur. Þeir líta á flest það sem þeim er gert sem byggt á ásetningi. Reiðin getur því orðið takmarkalítil.
Þarna getur verið að skýringin á reiði Andrésar sé fundin. Þar sem hann reiðist svo oft er hann í sífelldu uppnámi og er þar af leiðandi uppstökkari en ella. Þessi keðjuverkun virðist hafa verið órofin frá því hann birtist fólki fyrst á kvikmyndatjaldinu árið 1934.

Andrés virðist jafnframt eiga erfitt með að sjá málsbætur þeirra sem gera eitthvað á hans hlut. Þetta gæti stafað af þeirri einföldu ástæðu að í mörgum tilfellum hafa þeir ekkert sér til málsbóta. Blekkingar frænda hans og Hábeins heppna beinast einmitt að því að gera honum lífið leitt.

Hin uppstökka önd á sér því ekki viðreisnar von. Hin réttláta reiði knýr hann áfram og blossar upp við minnsta tilefni. Við hin sem fylgjumst með erum hins vegar þakklát fyrir það að hann hefur aldrei verið sendur á reiðistjórnunarnámskeið. Sögurnar yrði tvímælalaust ekki jafn skemmtilegar ef Andrés tæki upp á því að leysa vandamálin með fortölum og málamiðlunum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....