Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 77 svör fundust
Af hverju erum við á jörðinni?
Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...
Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?
Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra ...
Af hverju fóru menn að blanda saman malti og appelsíni og hvenær tóku menn upp á þeim sið?
Upphafið var sennilega um 1940, en þá tók fólk upp á því að blanda malt með gosdrykkjum til að drýgja það, því að maltið var mjög dýr drykkur. Egils appelsín var ekki til á þessum tíma, að minnsta kosti ekki í núverandi mynd, en ýmsir aðrir drykkir voru notaðir. Þetta virðist hafa verið nokkuð algengt. Þegar Eg...
Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?
Spurningin í heild var: Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu. Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“. Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða...
Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?
Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...
Hvar finn ég reglur um hvernig á að nota kommur í íslensku ritmáli?
Opinberar réttritunarreglur hér á landi er að finna í ritreglum Íslenskrar málnefndar. Í 21. kafla ritreglnanna er fjallað sérstaklega um kommur. Svo er einnig vert að benda á rafræna ritið Íslensk réttritun eftir Jóhannes B. Sigtryggsson. Það er samið sérstaklega til stuðnings við fyrrnefndar ritreglur og mar...
Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?
Þetta er góð spurning. Óneitanlegt er að sá sem fyrstur hóf ævilanga búsetu hér á landi var ekki Ingólfur Arnason heldur þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari sem varð eftir á Íslandi með ambátt einni þegar húsbóndi hans flutti alfarinn af landinu. Sú staðreynd að Ingólfur Arnarson er talinn hafa verið f...
Hvað þýðir spútnik?
Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist...
Hver er uppruni og merking páskaeggsins?
Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...
Hvernig skrifar maður bók?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...
Í hvaða löndum er töluð spænska?
Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals e...
Hver er þessi Vakthafandi Læknir sem alltaf er talað við og vitnað í þegar fjölmiðlamenn segja fréttir af slösuðu eða veiku fólki?
Það sem við teljum okkur vita vita um Vakthafandi Lækni (VL) er að hann á heima á Stökustað sem oft er minnst á í veðurfréttum. Nánar tiltekið eru hnit hans sem hér segir:Vakthafandi Læknir Séstvallagötu 13 999 Stökustað Sími 7913000, t-póstur rinkeal@idnafahtkav.orgEins og ráða má af tölvupóstfanginu kemur það...
Hvar var fyrsti píramídinn?
Þrepapíramídinn í Sakkara. Fyrsti píramídinn er talinn hafa verið reistur í Egyptalandi á árunum kringum 2650-2575 f.Kr. Þá ríkti faraóinn Djoser sem var af 3. konungsættinni. Arkitektinn var Imhotep, maður svo þekktur af fróðleik, vísdómi og stjórnvisku að síðar var hann dýrkaður sem lækningaguð bæði í Egyptalan...
Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?
Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:Uppruna sólkerfis okkar má rekja ti...
Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?
Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið m...