Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?

Geir Þ. Þórarinsson

Spurningin í heild var:

Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu.

Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“.

Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða 4. öld e.Kr.), ævisöguritari rómverska keisarans Hadríanusar (76-138 e.Kr.), segir keisarann hafa ort á dánarbeði sínu. Kvæðið sem Aelius Spartianus eignar Hadríanusi er eftirfarandi:

Animula vagula blandula

Hospes comesque corporis,

Quae nunc abibis in loca

Pallidula, rigida, nudula?

Nec, ut soles, dabis iocos.

Á íslensku hljómar textinn svo:

Litla sál, reikandi og þokkafull, líkamans gestur og félagi, til hvaða staða ferðu nú, fölleit, stíf og ber? Eigi muntu gamna þér eins og þú átt vana til.

Mynd: Image:Hadrien-ven.JPG. Wikimedia Commons.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

24.5.2007

Spyrjandi

María Skarphéðinsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6654.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 24. maí). Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6654

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6654>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?
Spurningin í heild var:

Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu.

Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“.

Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða 4. öld e.Kr.), ævisöguritari rómverska keisarans Hadríanusar (76-138 e.Kr.), segir keisarann hafa ort á dánarbeði sínu. Kvæðið sem Aelius Spartianus eignar Hadríanusi er eftirfarandi:

Animula vagula blandula

Hospes comesque corporis,

Quae nunc abibis in loca

Pallidula, rigida, nudula?

Nec, ut soles, dabis iocos.

Á íslensku hljómar textinn svo:

Litla sál, reikandi og þokkafull, líkamans gestur og félagi, til hvaða staða ferðu nú, fölleit, stíf og ber? Eigi muntu gamna þér eins og þú átt vana til.

Mynd: Image:Hadrien-ven.JPG. Wikimedia Commons....