Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 698 svör fundust
Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?
Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...
Af hverju er hjátrú um töluna 13?
Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskju...
Er talan 0,9999999.... = 1?
Já, það er rétt að óendanlega tugabrotið 0,999999... er jafnt 1. En áður en ég útskýri hvernig á því stendur er rétt að segja nokkur orð um hvað meint er með óendanlegum tugabrotum. Merkingu endanlegra tugabrota er einfalt að skilja. Tugabrotið 2,7 táknar 2 heilar einingar og 7 tíundu hluta af einingu. Broti...
Er hægt að sanna að mengi rauntalna, R, taki enda?
Svarið er nei; fullyrðingin er röng og því ekki von að hægt sé að sanna hana. Rauntölur eru allar þær tölur sem unnt er að skrifa sem óendanlega summu eða til dæmis sem óendanlegt tugabrot. Þar á meðal eru tölur sem hægt er að skrifa sem endanlega summu því að við getum alltaf bætt núllum við slíka summu til a...
Hvernig finnur maður út hversu marga möguleika talnaruna (t.d. leyninúmer) getur haft á uppröðun?
Fjöldi uppraðana í talnarunu í tugakerfinu er alltaf talan 10 í veldinu n, þar sem n táknar fjölda tölustafa í talnarununni. Leyninúmer (PIN-númer) sem notuð eru í bankaviðskiptum hér á landi eru fjórir tölustafir sem hver getur verið frá 0-9. Fjöldi mismunandi leyninúmera er því:104 = 10 ∙ 10 ∙ 10...
Er talan núll talin til sléttra talna?
Er talan núll talin til sléttra talna? Já. Slétt tala er tala sem er tvisvar sinnum einhver heil tala. Núll er tvisvar sinnum heila talan núll. Heilar tölur eru tölurnar ..., -3, -2, -1, 0, 1, 2, 3, 4, ... Í þessu felst að sléttar tölur hafa þá sérstöðu að þeim má skipta í tvo jafna hluta sem eru hei...
Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8. ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem bes...
Hver er hæsta talan sem er til?
Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...
Hvað er hægt að segja um hæstu tölu sem gengur upp í tiltekinni tölu, meðal annars ef hún er margfeldi tveggja frumtalna?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef p og q eru prímtölur og r = p ∙ q, er þá hæsta talan sem gengur upp í r rótin af r og það er þegar p = q?Hér er spurt um helstil margt í senn en við höfum reynt að greiða úr því. Fyrst er rétt að rifja það upp að frumtala eða prímtala er tala sem engin heiltala gen...
Af hverju er hringnum skipt í 360 gráður?
Babýloníumenn, sem bjuggu í fyrndinni þar sem nú er Írak en áður hét Mesópótamía, notuðu töluna 60 sem grunnmælieiningu. Talan 60 var einnig grunntala í talnaritunarkerfi þeirra. Þess sér stað í tímamælingum enn í dag þar sem klukkustundinni er skipt í 60 mínútur og mínútunni í 60 sekúndur. En hvers vegna var ...
Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir?
Táknið $e$ stendur fyrir tölu sem byrjar svona: $e = 2,71828182845904523536028...$Aukastafarunan heldur áfram án nokkurrar reglu á sama hátt og aukastafir tölunnar \(\pi\) (pí). Raunar eru tölurnar \(e\) og \(\pi\) oft flokkaðar saman og taldar til torræðra (e. transcendental) talna. Tölurnar \(e\) og \(\pi\) e...
Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?
Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...
Hvað eru vináttutölur?
Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...
Ef við hefðum ekki tíu fingur væri þá tugakerfið öðruvísi, kannski byggt út frá tólf eða fimmtán ef við hefðum 12 eða 15 fingur?
Þetta er almennt talið rétt. Betra væri þó að orða það þannig að við mundum aðallega nota tylftakerfi en ekki tugakerfi ef við hefðum tólf fingur. Í þessu felst að talan sem við skrifum sem 10 hefur enga sérstaka kosti sem grunntala í talnakerfi aðra en þá sem tengjast sköpulagi mannsins. Sú tala sem hefur skýr...
Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?
Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...