Ef einhver hefði svo hug á að prenta googolplex töluna út á pappír í leturstærðinni 1, sem eins og flestir vita er svo smátt að það er ólæsilegt, yrði lengdin á tölunni um 3,5∙ 1096 metrar. Til samanburðar má geta þess að allur hinn þekkti alheimur er „aðeins“ í stærðarþrepinu 1026 metrar.En nú spyr kannski einhver, er ekki voða einfalt að margfalda þessa googolplex tölu með sjálfri sér og kalla útkomuna úr því boobolplex eða eitthvað annað og þá erum við komin með stærstu tölu sem hefur sérstakt nafn? Um það er þetta að segja: Jú, það er í sjálfu sér ekkert mál. En til hvers ættum við að gera það? Fljótlega kæmi einhver annar og léki sama leikinn og byggi til nýtt nafn. Er einhver þörf á því? Mundum við nenna að leggja öll þessi nöfn á minnið? Nei, örugglega ekki. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi? eftir Þorstein Vilhjálmsson.
- Hvernig er hægt að telja upp að endalausu? eftir Stefán Inga Valdimarsson.
- Hvernig getur hugtakið "óendanlegt" staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.