Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?

Stefán Ingi Valdimarsson

Til þess að telja upp að endalausu þarf maður annað hvort að telja óendanlega hratt eða óendanlega lengi. Því miður er hvorugt á mannlegu valdi. Hér á eftir fylgir þó smá hugleiðing hvernig hægt er að framkvæma þetta. Hafa ber í huga að þetta er eingöngu til gamans gert.


Ef við viljum telja upp að endalausu þá er um að gera að byrja!
einn...tveir...þrír...fjórir...fimm...
Eini munurinn á því að telja upp í endalaust og að telja upp í hundrað er sá að þegar við teljum upp í hundrað þá hættum við þegar við segjum hundrað:
...níutíu og átta...níutíu og níu...hundrað BÚIÐ
En til þess að telja upp í endalaust verðum við að gæta þess að hætta aldrei. Þannig kemst maður upp í endalaust eftir endalausan tíma.

Því miður geta mennirnir ekki lifað endalaust svo að þetta er ónothæf aðferð. Jafnvel þótt einn tæki við af öðrum með einhvers konar vaktaskiptum þá dygði það ekki til vegna þess að mönnum er aðeins ætlaður endanlegur tími hér á jörðinni og hugsanlegt er líka að alheimurinn eigi eftir að líða undir lok eftir endanlegan tíma.

Til þess að geta talið upp í endalaust á endanlegum tíma þarf að telja mjög hratt. Til dæmis má nota eftirfarandi aðferð:
Segðu "einn"

einni sekúndu síðar segðu "tveir"

hálfri sekúndi síðar segðu "þrír"

helmingnum af hálfri sekúndu síðar segðu "fjórir"

helmingnum af helmingnum af hálfri sekúndu síðar segðu "fimm"

og svona verður að halda áfram alltaf hraðar og hraðar...
Með þessari aðferð kemstu upp í endalaust á aðeins tveimur sekúndum!

Að vísu gæti orðið erfitt að segja orðin svona hratt og það getur verið fljótlegra að segja þau bara í hljóði. Síðan eftir tvær sekúndur geturðu sagt "Búin, ég er komin upp í endalaust!"

En, sem sagt, ekki taka þetta of alvarlega!

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

26.6.2000

Spyrjandi

Heiða Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=572.

Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 26. júní). Hvernig er hægt að telja upp að endalausu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=572

Stefán Ingi Valdimarsson. „Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=572>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?
Til þess að telja upp að endalausu þarf maður annað hvort að telja óendanlega hratt eða óendanlega lengi. Því miður er hvorugt á mannlegu valdi. Hér á eftir fylgir þó smá hugleiðing hvernig hægt er að framkvæma þetta. Hafa ber í huga að þetta er eingöngu til gamans gert.


Ef við viljum telja upp að endalausu þá er um að gera að byrja!
einn...tveir...þrír...fjórir...fimm...
Eini munurinn á því að telja upp í endalaust og að telja upp í hundrað er sá að þegar við teljum upp í hundrað þá hættum við þegar við segjum hundrað:
...níutíu og átta...níutíu og níu...hundrað BÚIÐ
En til þess að telja upp í endalaust verðum við að gæta þess að hætta aldrei. Þannig kemst maður upp í endalaust eftir endalausan tíma.

Því miður geta mennirnir ekki lifað endalaust svo að þetta er ónothæf aðferð. Jafnvel þótt einn tæki við af öðrum með einhvers konar vaktaskiptum þá dygði það ekki til vegna þess að mönnum er aðeins ætlaður endanlegur tími hér á jörðinni og hugsanlegt er líka að alheimurinn eigi eftir að líða undir lok eftir endanlegan tíma.

Til þess að geta talið upp í endalaust á endanlegum tíma þarf að telja mjög hratt. Til dæmis má nota eftirfarandi aðferð:
Segðu "einn"

einni sekúndu síðar segðu "tveir"

hálfri sekúndi síðar segðu "þrír"

helmingnum af hálfri sekúndu síðar segðu "fjórir"

helmingnum af helmingnum af hálfri sekúndu síðar segðu "fimm"

og svona verður að halda áfram alltaf hraðar og hraðar...
Með þessari aðferð kemstu upp í endalaust á aðeins tveimur sekúndum!

Að vísu gæti orðið erfitt að segja orðin svona hratt og það getur verið fljótlegra að segja þau bara í hljóði. Síðan eftir tvær sekúndur geturðu sagt "Búin, ég er komin upp í endalaust!"

En, sem sagt, ekki taka þetta of alvarlega!

...