Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 43 svör fundust
Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?
Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta. Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá: Ár var alda, það er ekk...
Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?
Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...
Hvað merkir táknið XP?
Íslenskar kirkjur eru almennt frekar snauðar af myndlist og trúartáknum. Þó má í mörgum þeirra sjá táknið í ýmsum útfærslum. Oft birtist það þá með alfa (Α) og ómega (Ω), fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins sem algengt er að nota sem tákn fyrir upphaf og endi. Táknið sem um er rætt kallast oft c...
Hver fann Mexíkó?
Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...
Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?
Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót. Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er ...
Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?
Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni s...
Hvað er tákn með tali?
Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...
Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?
Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...
Geta fjöll verið ljót?
Stutta svarið við þessari spurningu er: Já, fjöll geta verið ljót. Gömul kona sem flutti frá Akureyri suður á Selfoss sagðist oft sakna fallegu fjallanna við Eyjafjörð og gaf lítið fyrir Ingólfsfjall, sem Selfyssingar töluðu svo gjarnan um. Henni fannst Ingólfsfjall vera ljótt. Eftir að hafa búið syðra í nokkur ár...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Er hægt að setja rafsegulfræðina fram með hnikareikningi, svipað og aflfræði og ljósfræði?
Spurningin í heild sinni:Í eðlisfræði má setja aflfræðina fram þannig að ögn fer þá leið sem hefur minnstu verkun (eða verkunin fyrir þá leið er útgildi eða söðulpunktur). Ljósfræðina má skýra með því að sama gildi fyrir tíma. En er eitthvert sambærilegt lögmál sem við höfum fyrir rafsegulfræðina? [flókið svar ósk...
Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?
Henning Arnór Úlfarsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita. Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika. Einfalt dæmi væri hversu mörg orð af ákveðinni lengd með...
Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?
Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...
Mér hefur verið sagt að sápuhimna sé "lágflötur", en hverjir eru eiginleikar og eðli lágflata?
Lágfletir eru yfirborð sem hafa minnsta mögulega flatarmál af öllum yfirborðum sem má koma fyrir innan ákveðinna marka. Mjög auðvelt er að sjá dæmi um lágfleti, því ef maður beygir vír í lokaða lykkju og dýfir henni í sápuvatn þá myndar sápuhimnan sem fæst þannig lágflöt sem afmarkast af vírnum. Sápuhimnur mynd...