
Selfoss séð til norðvesturs, Ölfusá og Ingólfsfjall í bakgrunni.
Allt það sem vekur hugmynd um sársauka og hættu, það er að segja allt sem á einhvern hátt er ógnvænlegt og fjallar um ógnvænlega hluti eða virkar hliðstætt ógn, er uppspretta hins háleita; það er að segja kallar fram sterkustu kenndir sem hugurinn á til. (Sjá Æsa 2008, bls. 12).Breski heimspekingurinn Emily Brady, sem hefur fjallað mikið um íslenska náttúru, segir á einum stað:
Í reynslu af hinu háleita kemur náttúran manni fyrir sjónir sem flókin, dularfull, myrk, mikil, risavaxin, taumlaus, víðfeðm, óreiðukennd, ólöguleg, formlaus, hrá, hávær, ofsafengin o.s.frv. Hvar fellur mannfólkið inn í þetta allt saman? Það kemur ekki á óvart að í sannri reynslu af hinu háleita finnst okkur við enn vera agnarsmá. (Brady, 2008, bls. 43)Litlu síðar segir hún svo:
Hér er því um að ræða náttúru sem menn meta fyrir eiginleika sem eru í sterkri mótsögn við blómlegar byggðir. Enda þótt þá eiginleika megi ekki kenna við ljótleika tilheyra þeir þó flokki eiginleika sem jafnan teljast vera í andstöðu við fegurð. (Brady, 2008, bls. 44)

Lómagnúpur.
- Brady, Emily. (2008). Hið háleita og fagurfræði samtímans. Í Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist. Reykjavík: Listasafn Reykjavíkur.
- Carlsson, Allen. (2019). Environmental Aesthetics. Stanford Encyclopedia of Philosophy.
- Guðbjörg R. Jóhannesdóttir. (2020). Vá! Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Æsa Sigurjónsdóttir. (2008). Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist. Í Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist. Reykjavík: Listasafn Reykjavíkur.
- Mynd af Ingólfsfjalli: Mats.is. Höfundur myndar: Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 23.2.2021)
- Mynd af Lómagnúp: Iceland Lómagnúpur . Höfundur myndar: Niklas Sjöblom. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 23.2.2021).
Undanfarin ár hef ég ítrekað óskað eftir svari Vísindavefs Háskóla Íslands hvort að fjöll geti verið ljót. Þrátt fyrir það hefur aldrei þeim fjölmörgu spurningum verið svarað. Langar mig því að spyrja hvort Vísindavef Háskóla Íslands beri ekki að svara fyrri fyrirspurnum, um hvort fjöll geti verið ljót, enda bera þær fyrirspurnir í sér að svars væri að vænta sbr. óskráðri meginreglu í íslenskum stjórnsýslurétti um að stjórnvöld verði í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að leggja meðferð og afgreiðslu erindisins, um hvort fjöll geti verið ljót, í skipulegan farveg sem miðaði að því að erindið, fái afgreiðslu lögum samkvæmt.