Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 27 svör fundust
Hvað er megineldstöð?
Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir - basískar, ísúrar og súrar - og þar eru iðulega háhitasvæði. Krafla. Þorleifur Einarsson lýsir svo myndun og þróun megineldstöðva í bók sinni Myndun og mótun...
Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?
Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...
Hvað er gosrein og hvað er sprungusveimur?
Gliðnun lands við frárek í gosbeltunum leiðir til eldgosa á löngum sprungum sem geta náð langt út fyrir megineldstöð. Víða er þannig að finna langar gígaraðir sem liggja að mestu leyti utan megineldstöðva. Dæmi um slíkt eru Lakagígar. Gígaraðir raðast stundum í þyrpingar, þannig að nokkrar slíkar úr mismunandi eld...
Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?
Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 m hæð. Hæstu fjöll ná 1,900 m en neðst nær botninn 200-300 m niður fyrir sjávarmál undir Breiðarmerkurjökli og Skeiðarárjökli. Mikill dalur er upp af Skeiðarárjökli yfir til Brúarjökuls og nær hann hvergi 700 m hæð yfir sjó. Aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1....
Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?
Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...
Hvenær gaus Askja síðast?
Askja í Ódáðahrauni hefur ekkert gosið á þessari öld, en á 20. öld gaus hún alls átta sinnum. Síðasta gos varð árið 1961, en öll hin gosin urðu á þriðja áratugnum: 1921, 1922 (tvö gos), 1923, 1924, 1927 og 1929. Þessi gos voru öll frekar smávægileg, en 28. mars 1875 hófst aftur á móti mikið öskugos í Öskju sem hra...
Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru Lakagígar enn virkir og hvenær geta þeir gosið næst? Eru einhverjar líkur á að móðuharðindin endurtaki sig? Til að svara því hvort Lakagígar séu enn virkir er gott að átta sig á einum þætti í eðli íslenskra eldstöðva. Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu mill...
Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?
Virku gosbeltin, sem liggja yfir Ísland, eru samsett af eldstöðvakerfum, það er löngum sprungusveimum með stóru eldfjalli nálægt miðju. Eldfjöll þessi eru misjöfn að útliti og gerð en hafa þó ýmis sameiginleg einkenni. Um 1970 var farið að kalla þau megineldstöðvar með hliðsjón af því að þar er eldvirknin mest og ...
Hvernig myndast fjallseggjar?
Elsta berg á Íslandi er um 16 milljón ára, og þar til ísöld hófst fyrir um 3 milljónum ára má segja að uppbyggingaröflin hafi verið ráðandi. Víðáttumikil blágrýtishraun dreifðust frá gossprungum rekbeltanna yfir fremur flatt og hallalítið land sem litið hefur út líkt og risavaxinn skjöldur, hæstur um miðbik landsi...
Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...
Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?
Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda ...
Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?
Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? má lesa almenna skýringu á því hvað felst í orðunum veðrun og rof en orðið jökulrof vísar til þess náttúrufyrirbæris sem rofinu veldur, það er að segja skriðjökla. Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást h...
Hvar finnst myndbreytt berg og hvernig kemst það aftur upp á yfirborðið eftir að hafa verið djúpt í jörðu?
Myndbreytt berg finnst hvarvetna þar sem berg hefur hitnað yfir 300°C eða svo niðri í jörðinni. Það berst upp á yfirborðið aftur við rof. Eins og fram kemur í spurningunni, verður myndbreyting bergs einkum djúpt í jörðu, á hitabilinu 300-850°C. Venjulega er átt við berg sem upphaflega myndaðist við yfirborð – t...
Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi?
Enginn nema almættið veit hvenær gosinu í Geldingadölum lýkur. Ástæðan er meðal annars sú, að gosið er næsta einstætt — Reykjanesskagi er sérstæður hluti af rekbeltum landsins og um 780 ár eru frá því síðast gaus á Skaganum. Það gos batt enda á 500 ára hrinu nokkurra sprungugosa líkum gosinu í Geldingadölum, en ek...
Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...