Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?

Í orðunum laukréttur 'alveg réttur'og laukjafn 'hnífjafn, alveg jafn' er líkingin sótt til lauksins en einkenni hans eru hin jöfnu lög sem leggjast hvert yfir annað. Orðin virðast innlend smíð. Í orðinu pottþéttur 'alveg traustur', sem einkum er notað í sambandinu að eitthvað sé pottþétt er líkingin sótt í pot...

category-iconFélagsvísindi

Hvað getir þið sagt mér um nykur?

Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er „Eimskipafélag Íslands, óskabarn þjóðarinnar“ málsháttur?

Orðið málsháttur er þannig skýrt: ‛orðskviður, spakmæli’. Oft er um fleyg orð að ræða sem lögð eru í munn einhverjum, sem ekki er endilega þekktur lengur, eða fengin eru úr einhverri sögu. Oftast er um heilar setningar að ræða. Dæmi um málshátt er „Oft eru flögð undir fögru skinni“, sem sóttur er til Eyrbygg...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðatiltækið „að fara fyrir ofan garð og neðan“ komið og hvað þýðir það?

Orðið garður í orðasambandinu að fara fyrir ofan garð og neðan er notað um hleðslu í kringum tún. Í eldra máli var garður einnig notað um stórbýli í sveit. Orðasambandið þekkist í málinu frá því á 19. öld og í elstu dæmum í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er fleirtalan algengari, það er fyrir ofan garða og neðan. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?

Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?

Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?

Spurningin í heild sinni hljóðað svona: Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú? Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (aust...

category-iconBókmenntir og listir

Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?

Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...

category-iconHeimspeki

Hver er Hélène Cixous og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Franski rithöfundurinn og fræðikonan Hélène Cixous fæddist í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franska voru talaðar á heimilinu, en arabíska og spænska á götum úti. Fjölskylda hennar í báða leggi voru gyðingar. Móðir hennar flúði nasismann með því að flytja...

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?

Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?

Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...

category-iconHeimspeki

Hvað er tónlist?

Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...

Fleiri niðurstöður