Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið garður í orðasambandinu að fara fyrir ofan garð og neðan er notað um hleðslu í kringum tún. Í eldra máli var garður einnig notað um stórbýli í sveit. Orðasambandið þekkist í málinu frá því á 19. öld og í elstu dæmum í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er fleirtalan algengari, það er fyrir ofan garða og neðan.
Það sem fer fyrir ofan eða neðan túngarða berst ekki rétta leið heim á bæinn.
Merkingin í nútímamáli er annars vegar ‛eitthvað fer fram hjá einhverjum’ en hins vegar ‛einhver áttar sig ekki á einhverju’. Hún er sótt til þeirrar líkingar að það sem fer annaðhvort fyrir ofan eða neðan túngarðana berist ekki rétta leið heim á bæinn.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið „að fara fyrir ofan garð og neðan“ komið og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56619.
Guðrún Kvaran. (2010, 31. ágúst). Hvaðan er orðatiltækið „að fara fyrir ofan garð og neðan“ komið og hvað þýðir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56619
Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið „að fara fyrir ofan garð og neðan“ komið og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56619>.