Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í orðunum laukréttur 'alveg réttur'og laukjafn 'hnífjafn, alveg jafn' er líkingin sótt til lauksins en einkenni hans eru hin jöfnu lög sem leggjast hvert yfir annað. Orðin virðast innlend smíð.
Í orðinu pottþéttur 'alveg traustur', sem einkum er notað í sambandinu að eitthvað sé pottþétt er líkingin sótt í pott sem er svo þéttur að hann heldur vatni. Þegar pottar voru gerðir úr lélegra efni en nú urðu þeir oft götóttir og um leið lekir og þótti þéttur pottur mesti kjörgripur.
Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?“ Vísindavefurinn, 21. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2806.
Guðrún Kvaran. (2002, 21. október). Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2806
Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2806>.