Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 101 svör fundust
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Ef boruð yrði hola gegnum jörðina gæti maður, tæknilega séð, svifið í lausu lofti vegna aðdráttaraflsins?
Þessu máli eru oft gerð skil í kennslubókum í eðlisfræði, þar sem það varpar ljósi á mikilvæg atriði í aflfræði. Hugsum okkur sem sagt að við höfum borað holu beint niður í jörðina, gegnum miðju hennar og út hinum megin. Hugsum okkur líka að jörðin sé nákvæmlega kúlulaga og að massinn í henni dreifist jafnt um ...
Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?
Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...
Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?
Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir. Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs...
Felst neikvæð merking í því „að eitthvað sé yfirvofandi“?
Spyrjandi bætir við í þessu sambandi að talað sé um að ferming, fæðing og sumartíð séu yfirvofandi. Sögnin að vofa merkir 'svífa, sveifla, hanga yfir, ógna' og er náskyld nafnorðinu vofa 'andi framliðins manns, draugur'. Sagnarsambandið að vofa yfir er notað í merkingunni 'svífa yfir, vera í vændum, ógna' og...
Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?
Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsaugað út við ærna sút.Upprunaleg merking orðsins er óvi...
Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað íbúa aðflutningslands þegar innflytjendur á vinnualdri flytja til landsins? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? eru áhrif aðflutnings fólks á vinnufærum aldri ...
Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn? - Myndband
Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...
Er það rétt að Noregur sé eina landið sem er skuldlaust og hvar stendur Ísland í þessum málum?
Strangt til tekið er Noregur ekki skuldlaus við útlönd. Það er hins vegar rétt að Norðmenn skulda lítið í útlöndum og eiga nokkuð digra sjóði erlendis. Hér munar mest um sjóð sem þeir hafa lagt til hliðar af tekjum af olíuútflutningi en verðmæti hans er nú yfir 4.400 milljarðar íslenskra króna sem gerir tæpa millj...
Af hverju signir maður sig?
Krossmarkið er eitt helgasta tákn kristninnar. Menn báru og bera enn kross í keðju um hálsinn, hafa krossa uppi á vegg eða yfir dyrum og svo framvegis. Áður fyrr gerðu menn krossmark yfir öllu sem þeir vildu biðja fyrir eða blessa. Til dæmis gerði fólk krossmark yfir húsdýrum sínum áður en þeim var sleppt á beit. ...
Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?
Spurningin í heild var sem hér segir: Í vísindaskáldskap er stundum skapað gerfiaðdráttarafl í geimskipum með því að nota miðflóttafl. Með því að láta hjól snúast um öxul og labba svo innan á veggjum þess. Glæsileg hugmynd, en einu sinni þegar ég var að ræða þetta, þá kom upp einföld spurning sem frysti umræðuna:...
Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?
Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...
Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?
Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með ...
Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?
Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerl...
Hvað er blandað hagkerfi?
Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...