Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerling fremur niðrandi eins og önnur orð sem kerlingar eru tengdar við. Stútungskvenmaður er ekki jafn neikvætt og er sú kona gervileg og oftast miðaldra.



Þessi kona gæti kannski kallast stútungskvenmaður.

Til er að nota orðið stútungskarl um fyrirferðarmikinn karlmann en ekki virðist það jafn algengt. Orðabók Háskólans á dæmi um orðið stútungsmeyja sem alls ekki er notað neikvætt og reyndar um unga konu:
Þar á ströndu stendur ein

stútungsmeyjan fríða,

er hún þarna ung og hrein

eftir mér að bíða.

Mynd: Tudor Hulubei

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.11.2006

Spyrjandi

Lára Björk

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6397.

Guðrún Kvaran. (2006, 22. nóvember). Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6397

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6397>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?
Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerling fremur niðrandi eins og önnur orð sem kerlingar eru tengdar við. Stútungskvenmaður er ekki jafn neikvætt og er sú kona gervileg og oftast miðaldra.



Þessi kona gæti kannski kallast stútungskvenmaður.

Til er að nota orðið stútungskarl um fyrirferðarmikinn karlmann en ekki virðist það jafn algengt. Orðabók Háskólans á dæmi um orðið stútungsmeyja sem alls ekki er notað neikvætt og reyndar um unga konu:
Þar á ströndu stendur ein

stútungsmeyjan fríða,

er hún þarna ung og hrein

eftir mér að bíða.

Mynd: Tudor Hulubei...