Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins markaðshagkerfis annars vegar og hreins tilskipanahagkerfis hins vegar. Oft er talað um áætlanabúskap til að lýsa tilskipanahagkerfi.
Í raun eru öll hagkerfi blönduð hagkerfi.
Í reynd eru hvorki til hrein markaðshagkerfi né tilskipanahagkerfi og öll hagkerfi eru því strangt til tekið blönduð þótt mjög sé misjafnt hve mikil áhrif hið opinbera hefur á gang efnahagsmála. Sum blönduð hagkerfi eru því um margt lík tilskipanahagkerfum en önnur líkari markaðshagkerfum.
Mynd: