Ef enginn núningur er á leiðinni, þá munum við koma upp hinum megin með fæturna á undan, ef við stukkum þannig ofan í gatið og snerum okkur ekki á leiðinni. Það sem síðan gerist er að þegar upp er komið þá föllum við aftur niður að miðju jarðar og komum upp á sama stað þar sem við stukkum fyrst niður. Þetta mun síðan endurtaka sig í einfaldri hreinni sveiflu. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Mynd:
- Quezi.com. Sótt 11.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.