Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 18 svör fundust
Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?
Sögnin hafa telst til svokallaðra ê-sagna. Hún hefur frá fornu fari haft tvenns konar beygingu í nútíð eintölu. Annars vegar: eg hef þú hefr hann/hún hefr en hins vegar: eg hefi þú hefir hann/hún hefir Síðar var stofnhljóðinu u skotið inn á undan -r í endingunni og upp komu myndirnar þú hefur...
Hvað hét pabbi Abrahams?
Tara hét faðir Abrahams. Abraham fæddist Abram en var samkvæmt 1. Mósebók nefndur Abraham af Guði er Guð gerir við hann samning:Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða ...
Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?
Kvellisýki er smálasleiki en eldri eru orðin kvellisótt og kvelling um hið sama sem bæði koma fyrir í fornu máli. Lýsingarorðið kvellisjúkur kemur til dæmis fyrir í Egils sögu þar sem Kveld-Úlfur, segir við menn sína: „hefi eg“, sagði hann, „ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, sem mér þykir líklegast, að ...
Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...
Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"? Í útgáfu Hins íslenska fornri...
Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er tilurð frasans „sama og þegið“ og hvers vegna er hann notaður þegar eitthvað er afþakkað? Orðasambandið sama og þegið er notað í kurteisisskyni þegar einhverju er hafnað. Dæmi finnast á timarit.is frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmið þar er frá 1937 úr bla...
Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?
Upphafleg spurning var:Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisl...
Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?
Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...
Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Takk fyrir margvíslegan fróðleik á þessum vef. Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: A. „Þau slitu samvistum árið...“ B. „Þau slitu samvistir árið...“ Með fyrirfram þak...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...
Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...
Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?
Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...
Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?
Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...
Hvenær byrjaði Árni Magnússon að safna handritum?
Árni Magnússon var rétt að verða tvítugur þegar hann fór til náms við háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1683. Hann lærði guðfræði næstu tvö árin, líkt og langflestir íslenskir nemendur, en var svo lánsamur vorið 1684 að hreppa starf sem aðstoðarmaður hins konunglega fornfræðings Tómasar Bartholíns, sem vantaði Ísl...
Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?
Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...