Hver er tilurð frasans „sama og þegið“ og hvers vegna er hann notaður þegar eitthvað er afþakkað?Orðasambandið sama og þegið er notað í kurteisisskyni þegar einhverju er hafnað. Dæmi finnast á timarit.is frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmið þar er frá 1937 úr blaðinu Fálkanum sem var skemmtirit. Það er úr þýðingu á leynilögreglusögu. Sögumanni var boðið viskí en afþakkaði:
En jeg hefi aldrei verið hrifinn af wiskyinu sem lögreglumenn drekka, svo að jeg sagði: „Nei, þökk – það er sama og þegið.“

Elsta dæmið á timarit.is um orðasambandið 'sama og þegið' er úr þýðingu á leynilögreglusögu frá 1937. Þar er sögumanni boðið viskí en hann afþakkar með því að segja 'sama og þegið'.
- Floridita - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 17.02.2015).