Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Kvellisýki er smálasleiki en eldri eru orðin kvellisótt og kvelling um hið sama sem bæði koma fyrir í fornu máli. Lýsingarorðið kvellisjúkur kemur til dæmis fyrir í Egils sögu þar sem Kveld-Úlfur, segir við menn sína:

„hefi eg“, sagði hann, „ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, sem mér þykir líklegast, að eg öndumst, þá gerið mér kistu og látið mig fara fyrir borð ...“ (ÍFII:71, stafsetningu breytt)

Svipað segir í Laxdælu: Hrappur lætur kalla á Vigdísi, konu sína, og segir:

„Ekki hefi eg verið kvellisjúkur,“segir hann, „og er það líkast, að þessi sótt skilji vorar samvistur ... (ÍF V.:39, stafsetningu breytt).

Önnur orð í fornu máli eru kvellingasamur og kvellisjúkur. Öll eru þessi orð skyld sögninni að kvelja og nafnorðinu kvöl.

Kvellisýki er smálasleiki. Það er skylt sögninni að kvelja og nafnorðinu kvöl.

Elsta heimild um kvellisýki, orðið sem spurt var um, sem ég hef rekist á, er úr Skírni 1909:

Kvellisýki þótti það, að fá af því lungnabólgu að steypast fram af bryggjusporði, þótt á vetrardegi væri.[1]

Tilvísun:
  1. ^ Skírnir - Megintexti (01.08.1909) - Tímarit.is. (Sótt 10.03.2020).

Heimildir.
  • ÍF II = Egils saga Skalla-Grímssonar. Íslenzk fornrit II. Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík XXXIII.
  • ÍF V = Laxdæla. Íslenzk fornrit V. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMXXXIV.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.3.2020

Síðast uppfært

11.3.2020

Spyrjandi

Egill Haraldsson Bjarnason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78137.

Guðrún Kvaran. (2020, 10. mars). Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78137

Guðrún Kvaran. „Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78137>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?
Kvellisýki er smálasleiki en eldri eru orðin kvellisótt og kvelling um hið sama sem bæði koma fyrir í fornu máli. Lýsingarorðið kvellisjúkur kemur til dæmis fyrir í Egils sögu þar sem Kveld-Úlfur, segir við menn sína:

„hefi eg“, sagði hann, „ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, sem mér þykir líklegast, að eg öndumst, þá gerið mér kistu og látið mig fara fyrir borð ...“ (ÍFII:71, stafsetningu breytt)

Svipað segir í Laxdælu: Hrappur lætur kalla á Vigdísi, konu sína, og segir:

„Ekki hefi eg verið kvellisjúkur,“segir hann, „og er það líkast, að þessi sótt skilji vorar samvistur ... (ÍF V.:39, stafsetningu breytt).

Önnur orð í fornu máli eru kvellingasamur og kvellisjúkur. Öll eru þessi orð skyld sögninni að kvelja og nafnorðinu kvöl.

Kvellisýki er smálasleiki. Það er skylt sögninni að kvelja og nafnorðinu kvöl.

Elsta heimild um kvellisýki, orðið sem spurt var um, sem ég hef rekist á, er úr Skírni 1909:

Kvellisýki þótti það, að fá af því lungnabólgu að steypast fram af bryggjusporði, þótt á vetrardegi væri.[1]

Tilvísun:
  1. ^ Skírnir - Megintexti (01.08.1909) - Tímarit.is. (Sótt 10.03.2020).

Heimildir.
  • ÍF II = Egils saga Skalla-Grímssonar. Íslenzk fornrit II. Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík XXXIII.
  • ÍF V = Laxdæla. Íslenzk fornrit V. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMXXXIV.

Mynd:...