„hefi eg“, sagði hann, „ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, sem mér þykir líklegast, að eg öndumst, þá gerið mér kistu og látið mig fara fyrir borð ...“ (ÍFII:71, stafsetningu breytt)Svipað segir í Laxdælu: Hrappur lætur kalla á Vigdísi, konu sína, og segir:
„Ekki hefi eg verið kvellisjúkur,“segir hann, „og er það líkast, að þessi sótt skilji vorar samvistur ... (ÍF V.:39, stafsetningu breytt).Önnur orð í fornu máli eru kvellingasamur og kvellisjúkur. Öll eru þessi orð skyld sögninni að kvelja og nafnorðinu kvöl.
Kvellisýki þótti það, að fá af því lungnabólgu að steypast fram af bryggjusporði, þótt á vetrardegi væri.[1]Tilvísun:
- ^ Skírnir - Megintexti (01.08.1909) - Tímarit.is. (Sótt 10.03.2020).
- ÍF II = Egils saga Skalla-Grímssonar. Íslenzk fornrit II. Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík XXXIII.
- ÍF V = Laxdæla. Íslenzk fornrit V. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMXXXIV.
- File:A sick man with a cold. Coloured lithograph, 1833. Wellcome V0011172.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 10.03.2020). Myndin kemur frá Wellcome Images og er birt undir leyfinu Creative Commons Attribution 2.0 Generic license.