Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 34 svör fundust
Tala kindur fjármál?
Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Tala kindur fjármál? Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld? Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar? Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einst...
Hvernig get ég vitað hvort ég sé með óráði á meðan á óráðinu stendur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Að sjá hvort einhver sem ég þekki vel er með óráði er tiltölulega auðvelt en (hvernig) get ég vitað hvort ég sjálfur er með óráði á meðan á því stendur? Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Þeir sem geta lagt inn spurningu um ástand sitt til Vísindavefsins eru...
Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?
Stutta svarið er einfaldlega já. Í lögum sem sett voru árið 2006 er lagt bann við framlögum yfir 550 þúsund krónum á ári. Árið 2005 réðst Alþingi í endurskoðun á fjármögnun stjórnmálaflokka. Fram að þeim tíma hafði fjármögnun þeirra að mestu leyti verið þannig að lögaðilar styrktu flokkana og fengu síðan skatta...
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður?
Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og í fyrstu voru einungis starfræktar tvær deildir, heilbrigðisdeild sem kenndi hjúkrun og rekstrardeild sem kenndi iðnrekstrarfræði. Fyrsta árið var 31 nemandi skráður í nám við skólann. Eftir því sem tíminn leið jókst námsframboðið og á yfirstandandi skólaári, 17 ...
Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...
Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?
Íslenskar ríkisstofnanir eru margar og mismunandi og engin algild skilgreining er til á ríkisstofnun. Í lögum um opinber fjármál er hugtakið ríkisaðili skilgreint sem: „aðilar sem fara með ríkisvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.“ Björg Thorare...
Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað íbúa aðflutningslands þegar innflytjendur á vinnualdri flytja til landsins? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? eru áhrif aðflutnings fólks á vinnufærum aldri ...
Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?
Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...
Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?
Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði sem eru tilgreind í nýsamþykktum lögum um endurskoðendur. Meðal annars þarf að ljúka sérstöku prófi, hafa viðeigandi starfsreynslu og hafa lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Það er nýmæli að meistaranám þurfi, samkvæmt fyrri lögum...
Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?
Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...
Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði?
Hagfræði má skilgreina á ýmsa vegu. Algengast er væntanlega að lýsa henni sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vin...
Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?
Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni...
Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?
Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Rannsóknir Ásge...