Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan dag, til dæmis þegar sauð var slátrað og menn fengu nýtt kjöt til tilbreytingar, en sú notkun heyrist mjög sjaldan núna. Í þriðja lagi var talað um að taka sér eða gera sér eldhúsdag og var sá dagur þá nýttur til þess að gera hreint í eldhúsinu en einnig annars staðar í vistarverum, ganga frá ýmsu sem dregist hafði að koma fyrir.


Sem betur fer standa þingmenn ekki í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Þá gætu þeir þurft að slökkva elda eins og þessir kokkar á myndinni.

Af síðustu merkingunni er dregin sú yfirfærða notkun, sem tíðkast á Alþingi og dæmi eru um í söfnum Orðabókar Háskólans þegar á 19. öld, en á þeim degi flytur forsætisráðherra eldhúsdagsræðu sína og fram fara sérstakar umræður í þinginu, eldhúsdagsumræður, þar sem farið er yfir stefnu ríkisstjórnar, fjármál og störf Alþingis. Þingmenn eru því ekki að elda í venjulegustu merkingu orðsins heldur taka þeir sér eldhúsdag til að fara yfir það sem gera þarf eða lent hefur útundan af einhverjum ástæðum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.10.2008

Spyrjandi

Anna M. Helgadóttir
Helgi Pétursson
Starri Sigurðarson
Valgerður Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?“ Vísindavefurinn, 30. október 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47926.

Guðrún Kvaran. (2008, 30. október). Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47926

Guðrún Kvaran. „Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47926>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?
Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan dag, til dæmis þegar sauð var slátrað og menn fengu nýtt kjöt til tilbreytingar, en sú notkun heyrist mjög sjaldan núna. Í þriðja lagi var talað um að taka sér eða gera sér eldhúsdag og var sá dagur þá nýttur til þess að gera hreint í eldhúsinu en einnig annars staðar í vistarverum, ganga frá ýmsu sem dregist hafði að koma fyrir.


Sem betur fer standa þingmenn ekki í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Þá gætu þeir þurft að slökkva elda eins og þessir kokkar á myndinni.

Af síðustu merkingunni er dregin sú yfirfærða notkun, sem tíðkast á Alþingi og dæmi eru um í söfnum Orðabókar Háskólans þegar á 19. öld, en á þeim degi flytur forsætisráðherra eldhúsdagsræðu sína og fram fara sérstakar umræður í þinginu, eldhúsdagsumræður, þar sem farið er yfir stefnu ríkisstjórnar, fjármál og störf Alþingis. Þingmenn eru því ekki að elda í venjulegustu merkingu orðsins heldur taka þeir sér eldhúsdag til að fara yfir það sem gera þarf eða lent hefur útundan af einhverjum ástæðum.

Mynd:...