Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 928 svör fundust
Hvaðan merkir orðatiltækið allt kemur fyrir ekki?
Orðasambandið allt kemur fyrir ekki er notað í merkingunni 'eitthvað er árangurslaust', það er sama er hvað gert er, það kemur að engu gagni. Ekki er hér forn hvorugkynsmynd fornafnsins enginn en í stað þess er nú notuð myndin ekkert. Ekki beygðist til forna:nf.ekkiþf.ekki þgf.enguef.einkis/einskis ...
Hvað gerist ef enginn kýs?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað í raun myndi gerast ef öll þjóðin á sama tíma fengi bara þá hugmynd að kjósa ekki? Myndi alþingið bara hætta? Vonast eftir svari hið snarasta! Stjórnskipunarlög eru þær lagareglur nefndar sem fjalla um æðstu handhöfn ríkisvalds, hvort sem er löggjafarvalds, framkvæmdarvalds e...
Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?
Já, spyrjandi á kollgátuna. Ef möndulhallinn væri enginn þá væru engar árstíðir og sólargangur væri eins alla daga ársins. Þess vegna er líka yfirleitt sagt að möndulhallinn sé meginorsök árstíðaskiptanna en auðvitað má líka segja að möndulsnúningurinn þurfi að vera fyrir hendi. Þó að möndullinn hallaðist ekki ...
Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?
Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...
Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...
Af hverju hefur enginn stigið fæti á tunglið í hálfa öld?
Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um það af hverju svo langt er um liðið síðan menn fóru síðast til tunglsins. Á meðal spurninga sem þessu tengjast eru: Hversu oft hafa menn farið til tunglsins? Ef bara einu sinni 1969, af hverju hafa menn ekki farið aftur? Af hverju hefur enginn stigið á tunglið ...
Þar sem enginn lofthjúpur er á tunglinu, hvernig gátu tunglfararnir þá talað saman?
Þessi spurning er ein af þeim sem kann að koma spánskt fyrir sjónir en er í rauninni afar eðlileg og tekur á grundvallaratriðum í náttúrunni sem margir gera sér ekki grein fyrir. Það er hárrétt athugað hjá spyrjanda að hljóð berst ekki milli staða nema eitthvert efni sé þar til að bera það. Þegar við tölum sama...
Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?
Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist...
Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?
Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...
Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn lí...
Voru biskupar barðir fyrr á öldum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunn...
Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur?
Orðið piparkaka er tökuorð úr dönsku peberkage sem aftur hefur fengið orðið að láni úr þýsku Pfefferkuchen. Í Danmörku þekkjast piparkökur frá 15. öld en elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Danska sögnin pebre ‘pipra’ merkti ekki einungis að setja pipar í mat heldur var notuð um hvers kyns sterkt k...
Hver er munurinn á örlögum og forlögum?
Orðið örlög er notað um það sem er fyrir fram ákveðið af einhverjum (guðum, forlagadísum, forsjóninni). Sömu merkingu hefur orðið forlög. Það er notað um sköp, örlög einhvers. Orðatiltækið enginn má sköpum renna segir það sama og orðatiltækin enginn getur sín forlög flúið og enginn flýr örlög sín, það er ef forsj...
Hvað er orðið neinn, eins og þegar við segjum 'ekki neinn'?
Önnur spurning af sama tagi hljóðar svona:Allir vita hvað það þýðir þegar maður segist til dæmis 'ekki sjá neitt'. Þá er neitunin ekki hengd við orðið neitt, en hvað þýðir það orð þá?Neinn er óákveðið fornafn og er notað í merkingunni 'enginn eða ekkert er af því sem um er rætt'. Það er þannig til orðið að neituni...
Hvað þýðir orðatiltækið að "skipta sköpum"?
Orðatiltækið að skipta sköpum er notað um eitthvað sem er mjög mikilvægt, eitthvað sem valdið getur straumhvörfum. Orðið sköp er hvorugkynsorð, einungis notað í fleirtölu. Það merkir í fyrsta lagi 'örlög' og er skylt sögninni að skapa og nafnorðinu skap 'hugur, hugarfar'. Í heiðni töldu menn að skapanornir, þ.e. ö...