Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?

Björn Reynir Halldórsson

1944
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum?

Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn líkt og fimmta grein stjórnarskrárinnar segir til um:

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.

Sveinn Björnsson, sem upphaflega var kjörinn forseti til bráðabirgða á Alþingi í júní 1944, var því í raun aldrei kjörinn af þjóðinni en taldist þó þjóðkjörinn enda fékk hann afhent kjörbréf frá Hæstarétti í umboði þjóðarinnar. Kosningarnar á Alþingi við lýðveldisstofnun voru ætlaðar til bráðabirgða og var vonin sú að Alþingi kæmist að einróma niðurstöðu um hver yrði fyrsti forseti Íslands. Sú varð þó ekki raunin þar sem Sveinn hlaut aðeins 30 atkvæði af 52. Nokkrir þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks og Sósíalista kusu aðra frambjóðendur.

Ári síðar voru sjálfstæðismenn búnir að sameinast framsóknarmönnum og alþýðuflokksmönnum í að styðja Svein til áframhaldandi veru. Í Morgunblaðinu var því haldið fram að Sveinn hafði sameinað þjóðina á bak við embættið og lögð var áhersla á mikilvægi þess að leggja flokkadrætti til hliðar. Sveinn Björnsson var þegar árið 1945 álitinn eins konar sameiningartákn en athyglisvert er að sjá að bæði árin 1945 og 1949 gerðu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tilkall til Sveins sem síns frambjóðanda. Sósíalistar stóðu hins vegar ekki á bak við endurkjör Sveins en tefldu þó ekki neinum frambjóðanda gegn honum. Í Einherja, tímariti framsóknarmanna á Siglufirði, kemur fram það viðhorf að með því hafi þeir unnið gegn þjóðareiningu Íslendinga. Það er því ljóst að sú hefð að bjóða sig ekki fram gegn sitjandi forseta myndast snemma í sögu Lýðveldisins Íslands.

Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, var einn í framboði 1945 og 1949 og því sjálfkjörinn.

Oft hefur það gerst að forsetar hafi verið sjálfkjörnir þrátt fyrir að kosningar eigi að fara fram á fjögurra ára fresti. Í raun hafa allir sitjandi forsetar á einum eða öðrum tímapunkti verið þjóðkjörnir án þess að nokkrar kosningar færu fram. Sú hefð að enginn byði sig fram gegn sitjandi forseta var ekki rofin fyrr en árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur. Sigrún hlaut aðeins 5,4% atkvæða gegn 94,6% atkvæða Vigdísar og átti því í raun aldrei möguleika. Sömu sögu má segja um Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon sem buðu sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni árið 2004. Athygli vakti hins vegar að rúmlega fimmti hluti kjósenda skilaði auðu í þeim kosningum og kosningaþátttaka var í sögulegu lágmarki og litu sumir álitsgjafar, til dæmis Björn Bjarnason, á það sem ákveðinn ósigur fyrir Ólaf. Árið 2012 bárust hins vegar fimm mótframboð gegn sitjandi forseta. Fullyrða má að þá hafi í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verið raunhæfur möguleiki á að sitjandi forseti félli í kosningum en á tímabili mældist einn frambjóðandi, Þóra Arnórsdóttir, með meiri stuðning en Ólafur Ragnar í skoðanakönnunum.

Forsetakosningarnar árið 2016 voru orðnar sögulegar löngu áður en að framboðsfrestur rann út. Þá bauð sitjandi forseti sig fram eftir að á annan tug frambjóðanda hafði gert slíkt hið sama. Þrátt fyrir að það þætti ekki jafn mikið tiltökumál og áður að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta er ljóst að innkoma forseta breytti leiknum heilmikið og varð til þess að nokkrir frambjóðendur drógu sig til baka og aðrir mögulegir frambjóðendur gáfu sér lengri frest til að íhuga mögulegt framboð. Þeirra á meðal var Guðni Thorlacius Jóhannesson sem var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna framboð eftir að verulegur þrýstingur hafði verið á honum um að bjóða sig fram. Guðni lét þó slag standa og með tilkomu hans og Davíðs Oddssonar dróg Ólafur Ragnar framboð sitt til baka og sagði að forsendur væru aðrar en áður. Stjórnmálafræðingar álitu þó að Ólafur Ragnar hafi ekki viljað hætta á það að verða fyrsti forsetinn í lýðveldissögunni til að hætta í embætti eftir að hafa tapað í kosningum.

Í síðustu tveimur af þremur skiptum sem forseti Íslands hefur boðið sig fram (þremur af fjórum ef telja á kosningarnar 2016 með) hafa mótframboð borist og virðist ekki lengur sjálfsagt að sitjandi forseti sé einn í framboði, kjósi hann svo. Hvort að sú hefð að ekki sé boðið fram gegn sitjandi forseta sé endanlega úr sögunni verður tíminn þó að leiða í ljós.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

24.5.2016

Síðast uppfært

20.5.2019

Spyrjandi

Sigríður Arnfjörð Guðmundsdóttir, Steinunn Svanhildur

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68530.

Björn Reynir Halldórsson. (2016, 24. maí). Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68530

Björn Reynir Halldórsson. „Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68530>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum?

Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn líkt og fimmta grein stjórnarskrárinnar segir til um:

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.

Sveinn Björnsson, sem upphaflega var kjörinn forseti til bráðabirgða á Alþingi í júní 1944, var því í raun aldrei kjörinn af þjóðinni en taldist þó þjóðkjörinn enda fékk hann afhent kjörbréf frá Hæstarétti í umboði þjóðarinnar. Kosningarnar á Alþingi við lýðveldisstofnun voru ætlaðar til bráðabirgða og var vonin sú að Alþingi kæmist að einróma niðurstöðu um hver yrði fyrsti forseti Íslands. Sú varð þó ekki raunin þar sem Sveinn hlaut aðeins 30 atkvæði af 52. Nokkrir þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks og Sósíalista kusu aðra frambjóðendur.

Ári síðar voru sjálfstæðismenn búnir að sameinast framsóknarmönnum og alþýðuflokksmönnum í að styðja Svein til áframhaldandi veru. Í Morgunblaðinu var því haldið fram að Sveinn hafði sameinað þjóðina á bak við embættið og lögð var áhersla á mikilvægi þess að leggja flokkadrætti til hliðar. Sveinn Björnsson var þegar árið 1945 álitinn eins konar sameiningartákn en athyglisvert er að sjá að bæði árin 1945 og 1949 gerðu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tilkall til Sveins sem síns frambjóðanda. Sósíalistar stóðu hins vegar ekki á bak við endurkjör Sveins en tefldu þó ekki neinum frambjóðanda gegn honum. Í Einherja, tímariti framsóknarmanna á Siglufirði, kemur fram það viðhorf að með því hafi þeir unnið gegn þjóðareiningu Íslendinga. Það er því ljóst að sú hefð að bjóða sig ekki fram gegn sitjandi forseta myndast snemma í sögu Lýðveldisins Íslands.

Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, var einn í framboði 1945 og 1949 og því sjálfkjörinn.

Oft hefur það gerst að forsetar hafi verið sjálfkjörnir þrátt fyrir að kosningar eigi að fara fram á fjögurra ára fresti. Í raun hafa allir sitjandi forsetar á einum eða öðrum tímapunkti verið þjóðkjörnir án þess að nokkrar kosningar færu fram. Sú hefð að enginn byði sig fram gegn sitjandi forseta var ekki rofin fyrr en árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur. Sigrún hlaut aðeins 5,4% atkvæða gegn 94,6% atkvæða Vigdísar og átti því í raun aldrei möguleika. Sömu sögu má segja um Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon sem buðu sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni árið 2004. Athygli vakti hins vegar að rúmlega fimmti hluti kjósenda skilaði auðu í þeim kosningum og kosningaþátttaka var í sögulegu lágmarki og litu sumir álitsgjafar, til dæmis Björn Bjarnason, á það sem ákveðinn ósigur fyrir Ólaf. Árið 2012 bárust hins vegar fimm mótframboð gegn sitjandi forseta. Fullyrða má að þá hafi í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verið raunhæfur möguleiki á að sitjandi forseti félli í kosningum en á tímabili mældist einn frambjóðandi, Þóra Arnórsdóttir, með meiri stuðning en Ólafur Ragnar í skoðanakönnunum.

Forsetakosningarnar árið 2016 voru orðnar sögulegar löngu áður en að framboðsfrestur rann út. Þá bauð sitjandi forseti sig fram eftir að á annan tug frambjóðanda hafði gert slíkt hið sama. Þrátt fyrir að það þætti ekki jafn mikið tiltökumál og áður að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta er ljóst að innkoma forseta breytti leiknum heilmikið og varð til þess að nokkrir frambjóðendur drógu sig til baka og aðrir mögulegir frambjóðendur gáfu sér lengri frest til að íhuga mögulegt framboð. Þeirra á meðal var Guðni Thorlacius Jóhannesson sem var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna framboð eftir að verulegur þrýstingur hafði verið á honum um að bjóða sig fram. Guðni lét þó slag standa og með tilkomu hans og Davíðs Oddssonar dróg Ólafur Ragnar framboð sitt til baka og sagði að forsendur væru aðrar en áður. Stjórnmálafræðingar álitu þó að Ólafur Ragnar hafi ekki viljað hætta á það að verða fyrsti forsetinn í lýðveldissögunni til að hætta í embætti eftir að hafa tapað í kosningum.

Í síðustu tveimur af þremur skiptum sem forseti Íslands hefur boðið sig fram (þremur af fjórum ef telja á kosningarnar 2016 með) hafa mótframboð borist og virðist ekki lengur sjálfsagt að sitjandi forseti sé einn í framboði, kjósi hann svo. Hvort að sú hefð að ekki sé boðið fram gegn sitjandi forseta sé endanlega úr sögunni verður tíminn þó að leiða í ljós.

Heimildir og mynd:

...