Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 33 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um vatnabobba?

Vatnabobbar (Lymnaea peregrea) eru sniglar (gastropoda), nánar tiltekið lungnasniglar (pulmonata) en svo nefnast sniglar sem hafa þróað með sér vísi að lungum og í stað tálkna eins og flestir sjárvarsniglar hafa. Vatnabobbar eru meðal algengustu dýra í ferskvatni hér á landi. Þeir finnast einnig í vatnshverum o...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?

Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga. Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?

Tardigrade eða bessadýr eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku tilheyrir fylkingu hryggleysingja. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Bessadýrum var fyrst lýst á vísindalegan hátt af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) árið 1773 og hefur nú rúmlega 400 tegundum verið lýst. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta sílamávar?

Sílamávurinn (Larus fuscus) er líkt og aðrir mávar af Larus-ættkvíslinni mikill tækifærissinni í fæðuvali. Rannsóknir hafa þó sýnt að á sumum stöðum eru ýmsar tegundir sjávarhryggleysingja svo sem krabbadýr (Crustacea) og skrápdýr (Echinodermata) stór hluti af fæðu hans þótt það eigi ekki endilega við hér á landi....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?

Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum. Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar. Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í an...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?

Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. V...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?

Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) var stærsta ránpokadýr nútímans. Menn greinir enn á um það hvort tígurinn sé útdauður eða ekki og á hverju ári telur fjöldi fólks sig hafa séð dýrið í þéttum laufskógum Tasmaníu. Nokkur dæmi eru einnig um að menn hafi rekist á fótspor tasmaníutígursins, meðal annars fann ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?

Dýrin sem spyrjandi nefnir vatnabirni heita réttu nafni bessadýr á íslensku. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Innan fylkingarinnar Tardigrada hefur rúmlega 500 tegundum verið lýst. Það var þýski dýrafræðingurinn Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) sem lýsti fyrstu tegund bessadýra á vísindalegan hátt árið 1773...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?

Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?

Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig virka hjólbarðar sem byggjast ekki á lofti?

Á síðustu árum hafa dekkjaframleiðendur unnið að þróun nýrra hjólbarða sem minna einna helst á gömlu viðarhjólin á fyrstu bílunum. Þessi gerð byggir ekki á loftþrýstingi eins og flestir hjólbarðar í dag heldur á sérstökum sveigjanlegum gúmmíteinum sem laga sig að undirlaginu hverju sinni. Framleiðslan er enn sem k...

Fleiri niðurstöður