Vatnabobbar eru algengir í Evrópu og finnast einnig í norðanverðri Afríku og í norðurhluta Asíu, til dæmis í Síberíu. Á Englandi kallast bobbarnir ‘common pont snail’ eða ‘wandering snail’. Vatnabobbar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni eins og greinilegt er af búsvæðum hans hér á landi. Í Evrópu hefur hann fundist í vötnum í Ölpunum í allt að 3000 metra hæð. Vatnabobbar er þörungaætur eins og flestir sniglar. Þeir krafsa upp þörungaskán með líffæri sem nefnist skráptunga (radula) en það er ígildi tanna. Lymnaea-ættkvíslin er afar fjölskrúðug og tegundaauðug. Hér á landi finnst önnur tegund þessarar ættkvíslar, tjarnarbobbinn (Lymnaea truncatula) sem er heldur minni en vatnabobbinn. Myndin af bobbanum er fengin af vefsetrinu Bentos.
Hvað er vitað um vatnabobba?
Vatnabobbar eru algengir í Evrópu og finnast einnig í norðanverðri Afríku og í norðurhluta Asíu, til dæmis í Síberíu. Á Englandi kallast bobbarnir ‘common pont snail’ eða ‘wandering snail’. Vatnabobbar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni eins og greinilegt er af búsvæðum hans hér á landi. Í Evrópu hefur hann fundist í vötnum í Ölpunum í allt að 3000 metra hæð. Vatnabobbar er þörungaætur eins og flestir sniglar. Þeir krafsa upp þörungaskán með líffæri sem nefnist skráptunga (radula) en það er ígildi tanna. Lymnaea-ættkvíslin er afar fjölskrúðug og tegundaauðug. Hér á landi finnst önnur tegund þessarar ættkvíslar, tjarnarbobbinn (Lymnaea truncatula) sem er heldur minni en vatnabobbinn. Myndin af bobbanum er fengin af vefsetrinu Bentos.
Útgáfudagur
11.10.2002
Spyrjandi
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
f. 1988
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um vatnabobba?“ Vísindavefurinn, 11. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2778.
Jón Már Halldórsson. (2002, 11. október). Hvað er vitað um vatnabobba? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2778
Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um vatnabobba?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2778>.