Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?

Jón Már Halldórsson

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) var stærsta ránpokadýr nútímans. Menn greinir enn á um það hvort tígurinn sé útdauður eða ekki og á hverju ári telur fjöldi fólks sig hafa séð dýrið í þéttum laufskógum Tasmaníu. Nokkur dæmi eru einnig um að menn hafi rekist á fótspor tasmaníutígursins, meðal annars fann þjóðgarðsvörður spor á Pyengana-svæðinu í Austur-Tasmaníu en það svæði er afskekkt og afar illfært og ef tígurinn er ekki útdauður er líklegast að finna hann á þeim slóðum. Nokkrir vísindaleiðangrar hafa verið farnir í von um að finna tígurinn en án árangurs.

Tasmaníutígurinn var um 100-130 cm á lengd, að meðtalinni rófu sem var frá 50-65 cm og hann vó um 30 kg. Dýrið var yfirleitt gult á lit og lágu 16-18 rendur niður eftir því líkt og á tígrisdýrum. Sums staðar var grunnlitur dýranna brúnn, allt frá ljósbrúnum út í mjög dökkbrúnan. Sérstaklega átti þetta við um dýr sem lifðu djúpt í dimmum laufskógum en dýr sem bjuggu á opnari svæðum höfðu gulan grunnlit.

Karl- og kvendýr tasmaníutígursins í dýragarði.

Fyrir þúsundum ára lifðu tasmaníutígrarnir einnig á meginlandi Ástralíu og á Papúa Nýju-Gíneu. Frumbyggjar þessara svæða fluttu með sér hunda sem síðar gerðust villtir (Dingóar) og þar með eignuðust tasmaníutígrarnir sterkan samkeppnisaðila. Dingóarnir bjuggu yfir mikilli aðlögunarhæfni og samkeppni við þá um fæðu olli því að tasmaníutígrar dóu mjög fljótlega út.

Dingóar numu ekki land á Tasmaníu en þar var tasmaníutígurinn hins vegar ofsóttur af bændum sem töldu hann vera dýrbít. Veiðar bændanna leiddu til útdauða tasmaníutígursins. Síðasta dýrið var fellt árið 1932 og síðasti einstaklingur tegundarinnar drapst í dýragarði árið 1936.

Tasmaníutígur - móðir með þrjá unga.

Helsta fæða tasmaníutígra voru fuglar og smá spendýr eins og pokadýrið vallabía. Tasmaníutígrar veiddu á nóttinni og sváfu yfir hádaginn í skjóli gróðursins. Kvendýrið gaut oftast fjórum ungum einu sinni á ári að því er talið er. Eins og gildir um pokadýr fæddust ungarnir afar vanþroska eftir stutta meðgöngu. Móðirin geymdi ungana í kviðpoka, líkt og kengúrur gera, í 6-8 mánuði en þá var þeim komið fyrir í greni og aldir á kjöti líkt og legkökurándýr gera á síðari hluta uppeldistímans.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.7.2002

Síðast uppfært

26.2.2021

Spyrjandi

Daði Kristjánsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2617.

Jón Már Halldórsson. (2002, 30. júlí). Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2617

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?
Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) var stærsta ránpokadýr nútímans. Menn greinir enn á um það hvort tígurinn sé útdauður eða ekki og á hverju ári telur fjöldi fólks sig hafa séð dýrið í þéttum laufskógum Tasmaníu. Nokkur dæmi eru einnig um að menn hafi rekist á fótspor tasmaníutígursins, meðal annars fann þjóðgarðsvörður spor á Pyengana-svæðinu í Austur-Tasmaníu en það svæði er afskekkt og afar illfært og ef tígurinn er ekki útdauður er líklegast að finna hann á þeim slóðum. Nokkrir vísindaleiðangrar hafa verið farnir í von um að finna tígurinn en án árangurs.

Tasmaníutígurinn var um 100-130 cm á lengd, að meðtalinni rófu sem var frá 50-65 cm og hann vó um 30 kg. Dýrið var yfirleitt gult á lit og lágu 16-18 rendur niður eftir því líkt og á tígrisdýrum. Sums staðar var grunnlitur dýranna brúnn, allt frá ljósbrúnum út í mjög dökkbrúnan. Sérstaklega átti þetta við um dýr sem lifðu djúpt í dimmum laufskógum en dýr sem bjuggu á opnari svæðum höfðu gulan grunnlit.

Karl- og kvendýr tasmaníutígursins í dýragarði.

Fyrir þúsundum ára lifðu tasmaníutígrarnir einnig á meginlandi Ástralíu og á Papúa Nýju-Gíneu. Frumbyggjar þessara svæða fluttu með sér hunda sem síðar gerðust villtir (Dingóar) og þar með eignuðust tasmaníutígrarnir sterkan samkeppnisaðila. Dingóarnir bjuggu yfir mikilli aðlögunarhæfni og samkeppni við þá um fæðu olli því að tasmaníutígrar dóu mjög fljótlega út.

Dingóar numu ekki land á Tasmaníu en þar var tasmaníutígurinn hins vegar ofsóttur af bændum sem töldu hann vera dýrbít. Veiðar bændanna leiddu til útdauða tasmaníutígursins. Síðasta dýrið var fellt árið 1932 og síðasti einstaklingur tegundarinnar drapst í dýragarði árið 1936.

Tasmaníutígur - móðir með þrjá unga.

Helsta fæða tasmaníutígra voru fuglar og smá spendýr eins og pokadýrið vallabía. Tasmaníutígrar veiddu á nóttinni og sváfu yfir hádaginn í skjóli gróðursins. Kvendýrið gaut oftast fjórum ungum einu sinni á ári að því er talið er. Eins og gildir um pokadýr fæddust ungarnir afar vanþroska eftir stutta meðgöngu. Móðirin geymdi ungana í kviðpoka, líkt og kengúrur gera, í 6-8 mánuði en þá var þeim komið fyrir í greni og aldir á kjöti líkt og legkökurándýr gera á síðari hluta uppeldistímans.

Myndir:

...