
Bettina Scholz rannsakar meðal annars vinnslu flórótanníns úr stórþörungum. Flórótannín eru náttúrulegar fjölliður sem finnast eingöngu í þaragróðri og hafa sýnt jákvæða lífvirkni gegn bólgum, ofnæmi, HIV-1, krabbameini og sykursýki.

Doktorsritgerð Bettinu fjallaði um aðlögunarhæfni kísilþörunga í botngróðri í Vaðhafinu sem er grunnt hafsvæði við strönd Hollands, Þýskalands og Danmerkur.
- Úr safni BS.
- File:13-09-29-nordfriesisches-wattenmeer-RalfR-19.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 25.03.2018).