Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga.

Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað líffræðilegan fjölbreytileika þörunga og lífefnafræðilega, lífeðlisfræðilega og vistfræðilega eiginleika þeirra. Vistfræði kísilþörunga er sérstakt áhugasvið hennar, sérstaklega hvað varðar náttúrulegar varnir þeirra gegn ýmiss konar álagi.

Bettina Scholz rannsakar meðal annars vinnslu flórótanníns úr stórþörungum. Flórótannín eru náttúrulegar fjölliður sem finnast eingöngu í þaragróðri og hafa sýnt jákvæða lífvirkni gegn bólgum, ofnæmi, HIV-1, krabbameini og sykursýki.

Í nýlegu rannsóknaverkefni skoðaði Bettina samspil hýsla og sýkla í samfélögum botnlægra kísilþörunga í sjó og ísöltu umhverfi. Í þessu samhengi framkvæmdi hún langtíma-eftirlit í Húnaflóa og fylgdist með hvernig kísilþörungar í svifi og botngróðri sýktust af ólíkum tegundum bifgróa. Frekari tilraunir í rannsóknastofu sýndu fram á bein tengsl milli álags á þörungana vegna umhverfisþátta og hversu móttækilegir þeir voru fyrir sýkingu.

Bettina stundar nú rannsóknir á vistvænni framleiðslu andoxunarefna og náttúrulegrar sólarvarnar úr sjávarþörungum. Rannsóknir hafa sýnt að í umfrymi þörunga myndast efnasambönd sem verja þá fyrir útfjólubláu ljósi sólarinnar, sérstaklega á sumrin þegar sólarstundir eru flestar. Takmarkið er að rækta upp ólíkar tegundir sjávarþörunga sem finnast norður af Íslandi og kortleggja virkni þeirra til framleiðslu slíkra sólarverjandi efna og andoxunarefna.

Að auki stundar Bettina rannsóknir á vinnslu flórótanníns (e. phlorotannin) úr stórþörungum sem ræktaðir eru í sambýli við fiskeldi, þ.e.a.s. þar sem úrgangur úr fiskeldi nýtist sem næring fyrir þörungana. Flórótannín eru náttúrulegar fjölliður sem finnast eingöngu í þaragróðri og hafa þær sýnt jákvæða lífvirkni, meðal annars gegn bólgum, ofnæmi, HIV-1, krabbameini og sykursýki. Framleiðsla flórótanníns í þörungunum er háð ýmsum þáttum eins og útfjólublárri geislun, seltu og samsetningu næringarefna. Þegar þaragróðurinn verður fyrir álagi frá umhverfinu gefur hann frá sér vatnsleysanleg flórótannín sem hægt er að einangra úr vatninu, auk þess sem hægt er að vinna úr þörungamassanum flórótannín sem bundin eru í frumuveggnum.

Doktorsritgerð Bettinu fjallaði um aðlögunarhæfni kísilþörunga í botngróðri í Vaðhafinu sem er grunnt hafsvæði við strönd Hollands, Þýskalands og Danmerkur.

Bettina er fædd árið 1966. Hún lagði stund á nám í efnafræði og líffræði við Freie Universität í Berlín og nám í líftækni við Tækniskólann í Emden í Þýskalandi. Á árunum 2004-2012 starfaði Bettina hjá rannsóknastofnun í efnafræði og líffræði sjávar við Carl von Ossietzky-háskólann í Oldenburg. Doktorsritgerð Bettinu fjallaði um aðlögunarhæfni kísilþörunga í botngróðri í Vaðhafinu (grunnt hafsvæði við strönd Hollands, Þýskalands og Danmerkur sem er á heimsminjaskrá UNESCO). Frá árinu 2012 hefur Bettina starfað sem vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd.

Mynd:

Útgáfudagur

27.3.2018

Síðast uppfært

30.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75573.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75573

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75573>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?
Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga.

Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað líffræðilegan fjölbreytileika þörunga og lífefnafræðilega, lífeðlisfræðilega og vistfræðilega eiginleika þeirra. Vistfræði kísilþörunga er sérstakt áhugasvið hennar, sérstaklega hvað varðar náttúrulegar varnir þeirra gegn ýmiss konar álagi.

Bettina Scholz rannsakar meðal annars vinnslu flórótanníns úr stórþörungum. Flórótannín eru náttúrulegar fjölliður sem finnast eingöngu í þaragróðri og hafa sýnt jákvæða lífvirkni gegn bólgum, ofnæmi, HIV-1, krabbameini og sykursýki.

Í nýlegu rannsóknaverkefni skoðaði Bettina samspil hýsla og sýkla í samfélögum botnlægra kísilþörunga í sjó og ísöltu umhverfi. Í þessu samhengi framkvæmdi hún langtíma-eftirlit í Húnaflóa og fylgdist með hvernig kísilþörungar í svifi og botngróðri sýktust af ólíkum tegundum bifgróa. Frekari tilraunir í rannsóknastofu sýndu fram á bein tengsl milli álags á þörungana vegna umhverfisþátta og hversu móttækilegir þeir voru fyrir sýkingu.

Bettina stundar nú rannsóknir á vistvænni framleiðslu andoxunarefna og náttúrulegrar sólarvarnar úr sjávarþörungum. Rannsóknir hafa sýnt að í umfrymi þörunga myndast efnasambönd sem verja þá fyrir útfjólubláu ljósi sólarinnar, sérstaklega á sumrin þegar sólarstundir eru flestar. Takmarkið er að rækta upp ólíkar tegundir sjávarþörunga sem finnast norður af Íslandi og kortleggja virkni þeirra til framleiðslu slíkra sólarverjandi efna og andoxunarefna.

Að auki stundar Bettina rannsóknir á vinnslu flórótanníns (e. phlorotannin) úr stórþörungum sem ræktaðir eru í sambýli við fiskeldi, þ.e.a.s. þar sem úrgangur úr fiskeldi nýtist sem næring fyrir þörungana. Flórótannín eru náttúrulegar fjölliður sem finnast eingöngu í þaragróðri og hafa þær sýnt jákvæða lífvirkni, meðal annars gegn bólgum, ofnæmi, HIV-1, krabbameini og sykursýki. Framleiðsla flórótanníns í þörungunum er háð ýmsum þáttum eins og útfjólublárri geislun, seltu og samsetningu næringarefna. Þegar þaragróðurinn verður fyrir álagi frá umhverfinu gefur hann frá sér vatnsleysanleg flórótannín sem hægt er að einangra úr vatninu, auk þess sem hægt er að vinna úr þörungamassanum flórótannín sem bundin eru í frumuveggnum.

Doktorsritgerð Bettinu fjallaði um aðlögunarhæfni kísilþörunga í botngróðri í Vaðhafinu sem er grunnt hafsvæði við strönd Hollands, Þýskalands og Danmerkur.

Bettina er fædd árið 1966. Hún lagði stund á nám í efnafræði og líffræði við Freie Universität í Berlín og nám í líftækni við Tækniskólann í Emden í Þýskalandi. Á árunum 2004-2012 starfaði Bettina hjá rannsóknastofnun í efnafræði og líffræði sjávar við Carl von Ossietzky-háskólann í Oldenburg. Doktorsritgerð Bettinu fjallaði um aðlögunarhæfni kísilþörunga í botngróðri í Vaðhafinu (grunnt hafsvæði við strönd Hollands, Þýskalands og Danmerkur sem er á heimsminjaskrá UNESCO). Frá árinu 2012 hefur Bettina starfað sem vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd.

Mynd:

...