Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?

Halldór Þormar

Í umfryminu eiga sér stað stöðugir flutningar á efnum frá umhverfinu í gegnum frumuhimnu til frumulíffæra, frá frumulíffærum til frumuhimnu og milli frumulíffæra. Þessir flutningar eru nauðsynlegir til þess að frumustarfsemi geti átt sér stað og að fruman haldi lífi.

Sumir af þessum flutningum fara fram í blöðrum sem flytjast eftir stoðgrindarkerfi í umfryminu og eru knúnar áfram með sérstökum mótorprótínum. Við getum reynt að ímynda okkur hvað myndi gerast ef allar samgöngur á sjó, í lofti og á landi stöðvuðust á Íslandi og allt stæði kyrrt. Þá værum við í vondum málum. Eins færi fyrir frumunni ef hreyfingar stöðvuðust í umfryminu.

Höfundur

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

18.3.2000

Spyrjandi

Hrafn Jóhannesson, f. 1981

Tilvísun

Halldór Þormar. „Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=252.

Halldór Þormar. (2000, 18. mars). Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=252

Halldór Þormar. „Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=252>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?
Í umfryminu eiga sér stað stöðugir flutningar á efnum frá umhverfinu í gegnum frumuhimnu til frumulíffæra, frá frumulíffærum til frumuhimnu og milli frumulíffæra. Þessir flutningar eru nauðsynlegir til þess að frumustarfsemi geti átt sér stað og að fruman haldi lífi.

Sumir af þessum flutningum fara fram í blöðrum sem flytjast eftir stoðgrindarkerfi í umfryminu og eru knúnar áfram með sérstökum mótorprótínum. Við getum reynt að ímynda okkur hvað myndi gerast ef allar samgöngur á sjó, í lofti og á landi stöðvuðust á Íslandi og allt stæði kyrrt. Þá værum við í vondum málum. Eins færi fyrir frumunni ef hreyfingar stöðvuðust í umfryminu. ...