Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 855 svör fundust
Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?
Kutubu er nafn á stöðuvatni, sem er að finna nálægt sjöttu gráðu suðlægrar breiddar og 143. lengdargráðu í suðurhlíð fjallgarðsins sem liggur eftir Nýju Gíneu miðri frá austri til vesturs. Kutubuvatnið er í héraði sem heitir Southern Highlands Province. Hverjir eru Kutubumenn? Grannar þeirra sem búa við Kutubu...
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Hverjir eru helstu skógar Asíu?
Hér áður fyrr þöktu skógar stóran hluta austanverðrar Asíu. Aðeins vatnasvæði og hæstu fjöll voru skóglaus. Þéttir regnskógar þöktu meðal annars suðausturhluta álfunnar, en nú hefur töluvert mikið gengið á þá enda búa tæpir tveir milljarðar manna á því svæði. Asískir skógar telja um 700 milljónir hektara að flatar...
Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða tvö spendýr verpa eggjum? Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðei...
Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?
Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...
Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?
Að undanskyldu Suðurskautinu (þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu) er Eyjaálfa, sem stundum er kölluð Ástralía, bæði minnsta og fámennasta heimsálfan. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Geohive (sem sækir sínar upplýsingar á síðu The World Factbook) er áætlað að íbúar Eyjaálfu hafi verið 32.750.000 um mitt ár 20...
Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?
Í eftirfarandi svari er miðað við mörk heimsálfanna eins og þeim í lýst í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvort eingöngu er átt við þau ríki sem mörk heimsálfanna liggja í gegnum eða hvort einnig er átt við þau ríki sem „e...
Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?
Fjöldi og fjölbreytileiki pokadýra er langmestur í Ástralíu þar sem þessi undirflokkur spendýra hefur blómstrað. Í dag finnast pokadýr einnig í Nýju-Gíneu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og Nýja-Sjálandi. Suður- og Norður-Ameríka Eftir aðskilnað í 200 milljón ár tengdust Norður- og Suður-Ameríka á ný fyrir um ...
Hvert er hæsta fjall Noregs?
Hér er einnig svör við spurningunum: Hvert er hæsta fjall í heimi? Hver eru hæstu fjöll í hverri heimsálfu? Hæst fjall Noregs, sem jafnframt er hæsta fjall Norðurlandanna, kallast Galdhøppiggen og er 2470 metra hátt. Fjallið er á svæði sem kallast Jötunheimar og eru næstu bæir við það Sandane og Nordfjordeild í u...
Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?
Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvern...
Er jarðvarmi í Japan?
Eins og sést á kortinu hér fyrir neðan er jarðvarmi í Japan eins og annars staðar þar sem virk eldfjöll eru: Í eldfjallalöndum eins og Japan, Indónesíu, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Ítalíu eru mörg svonefnd háhitasvæði sem oft eru nýtt til raforkuvinnslu. Jarðhita...
Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?
Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast. Ástralía er talsvert stærri en Græ...
Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...
Hvernig myndast jarðvarmi?
Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...
Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...