Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?

Sveinn Eggertsson

Kutubu er nafn á stöðuvatni, sem er að finna nálægt sjöttu gráðu suðlægrar breiddar og 143. lengdargráðu í suðurhlíð fjallgarðsins sem liggur eftir Nýju Gíneu miðri frá austri til vesturs. Kutubuvatnið er í héraði sem heitir Southern Highlands Province.


Hverjir eru Kutubumenn?

Grannar þeirra sem búa við Kutubuvatnið - til norðurs og hærra uppi í fjöllunum, Wolafólkið, eru sagðir óttast Kutubumennina mjög og líta á þá:
sem djöfullega galdramenn sem þeir óttast líkt og mannætur, og tengja landsvæði þeirra við tærandi sjúkdóma og ógeðslegar, skelfilegar skepnur. (Sillitoe 1979:26 í Weiner 1988a:1).
Afskipti vestrænna manna af fólki á þessu svæði takmörkuðust við stöku leiðangra sem farnir voru þangað á fyrri hluta 20. aldar. En um miðbik aldarinnar hófust skipulegar könnunarferðir um svæðið,og lögum nýlenduveldisins var komið yfir heimamenn. Málvísindamenn gátu þá gert sínar kannanir, og komust að því að þarna var tiltekið málsvæði. Þeir kenndu það við Kutubuvatnið, en því er skipt í austur- og vesturhluta. Foifólkið tilheyrir austari hlutanum, en Fasu-, Some- og Namumifólkið vestari hlutanum.

Þá eru komnar tvær skilgreiningar á því hverjir Kutubumenn eru - sú sem nágrannar til norðurs hafa og sú sem byggir á málvísindalegum skyldleika. Foimenn hafa þó aðra og mun þrengri skilgreiningu á því hverjir séu Kutubumenn. Þeir nefna þá Foimenn sem búa í þorpum við stöðuvatnið sjálft Kutubufólk og kalla þá Gurubumenn á eigin máli.

Ef tekið er mið af skilgreiningu fólks sem er utanaðkomandi og skilgreiningu heimamanna á því hverjir Kutubumenn séu þá liggur einna beinast við að segja að Foimenn í heild séu dæmigerðir fyrir Kutubu. Um þá hefur ýmislegt verið ritað, og nú hin síðari ár mest af J.F.Weiner (1988b, 1991 og 1995), en þrjár bækur hans um Foi má nálgast á Háskólabókasafni.

Hvernig eru þeir?

Weiner lýsir því meðal annars hvernig Foifólkið aflar sér viðurværis með vinnslu mjöls úr sagó-pálmum, garðrækt og veiðum auk þess sem það ræktar svín. Fiskur er síðan sóttur í stöðuvatn og fljót. Árstímabundnar sveiflur á þessu svæði hafa mikil áhrif á félagsskipan Foi. Um regntímann eru kjarnafjölskyldur á víð og dreif um svæðið, en yfir þurrkatímann býr fólk í sameiginlegum þorpum. Karlarnir dveljast þá saman í stórum langhúsum en konurnar halda til í smærri húsum aðgreindar frá körlunum. Þessi ástiðaskipting hefur áhrif á flest í lífi fólksins, og Weiner ber skiptinguna meðal annars saman við árstímabundnar sveiflur í félagsskipan Inúíta á Grænlandi.

Hin síðari ár hafa orðið miklar breytingar hjá Foifólkinu, og þá meðal annars vegna olíuvinnslu við Kutubuvatnið. Á síðasta áratug var lagður vegur frá hálöndunum til suðurs til þessa svæðis, sem mun valda enn meiri breytingum hjá fólkinu.

Erfitt er að svara því hvernig Kutubumenn eru á einfaldan hátt, vegna þess umróts sem nú á sér stað, en ég ráðlegg áhugasömum lesanda að leggja leið sína í Þjóðarbókhlöðuna og lesa sér nánar til um fólkið í ritunum sem talin eru hér á eftir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og lesefni:
  • Weiner, James F. (ritstjóri), 1988a. Mountain Papuans: Historical and Comparative Perspectives from New Guine Fringe Highland Societies. Ann Arbor: University of Michigan Press.
  • Weiner, James F., 1988b. The Heart of the Pearlshell: The Mythological Dimension of Foi Society. Berkeley: University of California Press.
  • ---, 1991,The Empty Place: Poetry, Space and Being among the Foi of Papua New Guinea. Indianapolis: Indiana University Press.
  • ---, 1995, The Lost Drum: The Myth of Sexuality in Papua New Guinea and Beyond. Madison: The University of Wisconsin Press.

Mynd:

Höfundur

lektor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.11.2001

Spyrjandi

Inga Berglind Birgisdóttir, f. 1984

Tilvísun

Sveinn Eggertsson. „Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1955.

Sveinn Eggertsson. (2001, 16. nóvember). Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1955

Sveinn Eggertsson. „Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?
Kutubu er nafn á stöðuvatni, sem er að finna nálægt sjöttu gráðu suðlægrar breiddar og 143. lengdargráðu í suðurhlíð fjallgarðsins sem liggur eftir Nýju Gíneu miðri frá austri til vesturs. Kutubuvatnið er í héraði sem heitir Southern Highlands Province.


Hverjir eru Kutubumenn?

Grannar þeirra sem búa við Kutubuvatnið - til norðurs og hærra uppi í fjöllunum, Wolafólkið, eru sagðir óttast Kutubumennina mjög og líta á þá:
sem djöfullega galdramenn sem þeir óttast líkt og mannætur, og tengja landsvæði þeirra við tærandi sjúkdóma og ógeðslegar, skelfilegar skepnur. (Sillitoe 1979:26 í Weiner 1988a:1).
Afskipti vestrænna manna af fólki á þessu svæði takmörkuðust við stöku leiðangra sem farnir voru þangað á fyrri hluta 20. aldar. En um miðbik aldarinnar hófust skipulegar könnunarferðir um svæðið,og lögum nýlenduveldisins var komið yfir heimamenn. Málvísindamenn gátu þá gert sínar kannanir, og komust að því að þarna var tiltekið málsvæði. Þeir kenndu það við Kutubuvatnið, en því er skipt í austur- og vesturhluta. Foifólkið tilheyrir austari hlutanum, en Fasu-, Some- og Namumifólkið vestari hlutanum.

Þá eru komnar tvær skilgreiningar á því hverjir Kutubumenn eru - sú sem nágrannar til norðurs hafa og sú sem byggir á málvísindalegum skyldleika. Foimenn hafa þó aðra og mun þrengri skilgreiningu á því hverjir séu Kutubumenn. Þeir nefna þá Foimenn sem búa í þorpum við stöðuvatnið sjálft Kutubufólk og kalla þá Gurubumenn á eigin máli.

Ef tekið er mið af skilgreiningu fólks sem er utanaðkomandi og skilgreiningu heimamanna á því hverjir Kutubumenn séu þá liggur einna beinast við að segja að Foimenn í heild séu dæmigerðir fyrir Kutubu. Um þá hefur ýmislegt verið ritað, og nú hin síðari ár mest af J.F.Weiner (1988b, 1991 og 1995), en þrjár bækur hans um Foi má nálgast á Háskólabókasafni.

Hvernig eru þeir?

Weiner lýsir því meðal annars hvernig Foifólkið aflar sér viðurværis með vinnslu mjöls úr sagó-pálmum, garðrækt og veiðum auk þess sem það ræktar svín. Fiskur er síðan sóttur í stöðuvatn og fljót. Árstímabundnar sveiflur á þessu svæði hafa mikil áhrif á félagsskipan Foi. Um regntímann eru kjarnafjölskyldur á víð og dreif um svæðið, en yfir þurrkatímann býr fólk í sameiginlegum þorpum. Karlarnir dveljast þá saman í stórum langhúsum en konurnar halda til í smærri húsum aðgreindar frá körlunum. Þessi ástiðaskipting hefur áhrif á flest í lífi fólksins, og Weiner ber skiptinguna meðal annars saman við árstímabundnar sveiflur í félagsskipan Inúíta á Grænlandi.

Hin síðari ár hafa orðið miklar breytingar hjá Foifólkinu, og þá meðal annars vegna olíuvinnslu við Kutubuvatnið. Á síðasta áratug var lagður vegur frá hálöndunum til suðurs til þessa svæðis, sem mun valda enn meiri breytingum hjá fólkinu.

Erfitt er að svara því hvernig Kutubumenn eru á einfaldan hátt, vegna þess umróts sem nú á sér stað, en ég ráðlegg áhugasömum lesanda að leggja leið sína í Þjóðarbókhlöðuna og lesa sér nánar til um fólkið í ritunum sem talin eru hér á eftir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og lesefni:
  • Weiner, James F. (ritstjóri), 1988a. Mountain Papuans: Historical and Comparative Perspectives from New Guine Fringe Highland Societies. Ann Arbor: University of Michigan Press.
  • Weiner, James F., 1988b. The Heart of the Pearlshell: The Mythological Dimension of Foi Society. Berkeley: University of California Press.
  • ---, 1991,The Empty Place: Poetry, Space and Being among the Foi of Papua New Guinea. Indianapolis: Indiana University Press.
  • ---, 1995, The Lost Drum: The Myth of Sexuality in Papua New Guinea and Beyond. Madison: The University of Wisconsin Press.

Mynd:...