Í eldfjallalöndum eins og Japan, Indónesíu, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Ítalíu eru mörg svonefnd háhitasvæði sem oft eru nýtt til raforkuvinnslu. Jarðhitasvæði þar sem hiti jarðvatnsins er undir suðumarki nefnast lághitasvæði, þau má finna í löndum þar sem engin eldvirkni er. Hægt er að lesa meira um jarðhitasvæði í svari við spurningunni Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Mynd: GEO - Geothermal Education Office