Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 33 svör fundust
Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?
Af þeim söltum sem uppleyst eru í vökvum líkamans er lang mest af matarsalti eða natrínklóríði (NaCl). Að jafnaði eru rúmlega 6 millígrömm (mg) af NaCl uppleyst í hverjum millilítra (ml) af tárvökva, þannig að styrkurinn er 6 mg/ml. Nú eru um það bil 20 dropar í hverjum millilítra af vatni og því eru um 0,3 mg a...
Hvers vegna er sjórinn saltur?
Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega ...
Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?
Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...
Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?
Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru ...
Hvað er felling, botnfall og lausn?
Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...
Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...
Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?
Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eð...
Leiðir vatn rafmagn vel?
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...
Hvað eru jónir og hvað gera þær?
Kvenkynsorðið jón (í fleirtölu jónir) er íslenska heitið á hugtakinu sem heitir á ensku og fleiri málum "ion". Þetta er samheiti yfir hlaðnar agnir, hvort sem þær hafa jákvæða eða neikvæða hleðslu. Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, niftei...
Breytist suðumark vatns ef salti er bætt út í það?
Hér er einnig að finna svör við fjölmörgum öðrum spurningum:Hvers vegna sýður heitt vatn?Ef ég set salt í vatn og sýð, hækka ég þá suðumarkið? Þ.e sýður blandan mín við hitastig sem er hærra en 100 gráður?Er hægt að búa til saltvatn?Af hverju gufar vatnið upp?Hvaðan koma loftbólurnar í sjóðandi vatni? Hversu mörg...
Hefur sjórinn alltaf verið saltur?
Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...
Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?
Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...
Hvers konar efnatengi eru í eimuðu og afjónuðu vatni?
Vatn er efnasamband frumefnanna vetnis (H) og súrefnis (O) í hlutföllunum tveir á móti einum. Efnatákn vatns er H2O, sjá mynd 1. Vatnið sem kemur úr krananum okkar, eimað vatn og afjónað vatn er allt saman vatn; eini munurinn er hreinleiki vatnsins, það er aukaefnin sem eru uppleyst í vatninu. Kranavatn innihel...
Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?
Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...
Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?
Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á da...