Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?

Björn Sigurður Gunnarsson

Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á dag af matarsalti.

Háþrýstingur er algengasta heilbrigðisvandamál tengt saltneyslu, en talið er að upp undir helmingur fólks með háþrýsting sé með skert saltþol. Skert saltþol getur einnig verið til staðar hjá fólki með eðlilegan blóðþrýsting og eru þeir einstaklingar líklegir til að þróa með sér háþrýsting. Með því að nota minna en 5 grömm af matarsalti á dag er hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi hjá fólki með skert saltþol. Með því að auka líka neyslu á öðrum steinefnum, svo sem kalíni, magnesíni og kalki, er enn hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi. Þessi efni er auðvelt að fá úr fæðu, t.d. eru ávextir, grænmeti og gróft kornmeti góðir kalín- og magnesíngjafar, og mjólkurafurðir innihalda mikið af kalki.

Meðal annarra sjúkdóma sem tengdir hafa verið mikilli saltneyslu eru beinþynning, nýrnasjúkdómar, magakrabbamein og astmi, auk þess sem háþrýstingur er einn af áhættuþáttunum í hjarta- og æðasjúkdómum.

Þegar huga á að saltneyslunni er það í raun ekki borðsaltið sem mestu máli skiptir, því að um 80% þess matarsalts sem fólk borðar kemur úr unnum matvælum. Þó er rétt að muna eftir öðrum kryddum en salti við matargerð í heimahúsum og nota salt þá hóflega. Söltustu matvælin skipta auðvitað miklu máli fyrir heildarneyslu á matarsalti, en líka matvæli sem eru hóflega söltuð og mikið er borðað af, eins og til dæmis brauð og fastir ostar. Vörur sem geta innihaldið heilmikið salt eru til dæmis smurostar, unnar kjötvörur, morgunkorn, pakkasúpur og sósur, nasl, niðursoðnar og niðurlagðar vörur og aðrir tilbúnir réttir.

Ekki er skylda að merkja magn salts eða natríns á umbúðir og er það sjaldnast gert. Hins vegar er skylda að raða hráefnum eftir magni á innihaldslýsingu og er þannig hægt að fá einhverja hugmynd um magn natríns eða salts í viðkomandi matvöru. Merkingar verða að vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Fyrir neytandann er því gott að vita að natrín heitir á ensku „sodium“.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Jón Pétur Einarsson

Efnisorð

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=108.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 16. febrúar). Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=108

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=108>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?
Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á dag af matarsalti.

Háþrýstingur er algengasta heilbrigðisvandamál tengt saltneyslu, en talið er að upp undir helmingur fólks með háþrýsting sé með skert saltþol. Skert saltþol getur einnig verið til staðar hjá fólki með eðlilegan blóðþrýsting og eru þeir einstaklingar líklegir til að þróa með sér háþrýsting. Með því að nota minna en 5 grömm af matarsalti á dag er hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi hjá fólki með skert saltþol. Með því að auka líka neyslu á öðrum steinefnum, svo sem kalíni, magnesíni og kalki, er enn hægt að stuðla að lægri blóðþrýstingi. Þessi efni er auðvelt að fá úr fæðu, t.d. eru ávextir, grænmeti og gróft kornmeti góðir kalín- og magnesíngjafar, og mjólkurafurðir innihalda mikið af kalki.

Meðal annarra sjúkdóma sem tengdir hafa verið mikilli saltneyslu eru beinþynning, nýrnasjúkdómar, magakrabbamein og astmi, auk þess sem háþrýstingur er einn af áhættuþáttunum í hjarta- og æðasjúkdómum.

Þegar huga á að saltneyslunni er það í raun ekki borðsaltið sem mestu máli skiptir, því að um 80% þess matarsalts sem fólk borðar kemur úr unnum matvælum. Þó er rétt að muna eftir öðrum kryddum en salti við matargerð í heimahúsum og nota salt þá hóflega. Söltustu matvælin skipta auðvitað miklu máli fyrir heildarneyslu á matarsalti, en líka matvæli sem eru hóflega söltuð og mikið er borðað af, eins og til dæmis brauð og fastir ostar. Vörur sem geta innihaldið heilmikið salt eru til dæmis smurostar, unnar kjötvörur, morgunkorn, pakkasúpur og sósur, nasl, niðursoðnar og niðurlagðar vörur og aðrir tilbúnir réttir.

Ekki er skylda að merkja magn salts eða natríns á umbúðir og er það sjaldnast gert. Hins vegar er skylda að raða hráefnum eftir magni á innihaldslýsingu og er þannig hægt að fá einhverja hugmynd um magn natríns eða salts í viðkomandi matvöru. Merkingar verða að vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Fyrir neytandann er því gott að vita að natrín heitir á ensku „sodium“.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: