Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 493 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?

Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?

Orðið orðræða merkir ‘tal, samræða, umræða’ og nær yfir máleiningu sem er stærri en setning. Þar getur verið um að ræða til dæmis fyrirlestur eða ræðu, hugleiðingar í töluðu máli eða rituðu og spjall eða samtal um eitthvert efni. Orðið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli. Í málvísindum er orðræða n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju köllum við landið Magyarország Ungverjaland?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Er vitað út af hverju Íslendingar kalla Hungary Ungverjaland, en landið heitir Magyarország? Kveðja frá Ungverjalandi (Sverrir). Ef Ungverjaland heitir Hungary á ensku, af hverju heitir það ekki 'Hungverjaland' á íslensku? (Vífill). Fyrir Krists burð áttu meðal anna...

category-iconLandafræði

Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?

Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða orð er oftast notað í heiminum?

Við vitum ekki nákvæmlega hvert er algengasta orðið í heiminum. Það gæti verið eitthvað orð á mandarínsku, en hana tala flestir í heiminum, um 850 milljónir manna. Ensku tala um um 340 milljónir manna og á vefsíðu um tíðni enskra ritmálsorða fundum við þessa þulu um algengustu orðin:the of and a to in is you th...

category-iconHugvísindi

Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?

Svartskeggur er einn þekktasti og alræmdasti sjóræningi sögunnar. Hann hét raunverulega Edward Teach, einnig skrifað Thatch, og fæddist í Englandi, líklega í Bristol, einhvern tíma seint á 17. öld. Sjóræningjanafn sitt fékk hann að sjálfsögðu vegna þess að hann var með gróskumikið og svart skegg. Svartskeggur er s...

category-iconAnswers in English

What is the shortest sentence in Icelandic to contain all the letters of the Icelandic alphabet?

Despite searching, I have not found a sentence that is said to be the shortest containing all the letters of the alphabet. It would need to have:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 letters.It is a good party game to try to make such a sentence but not an easy one. One would usually have ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?

Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?

Það er vitað að allt að 200 árum f.Kr. var farið að reyna að koma í veg fyrir bólusótt í Kína eða Indlandi með því að smita fólk af einhverri annarri sýkingu. Á Vesturlöndum er ekki vitað um tilraunir til að nota smit á þennan hátt fyrr en á 18. öld. Breski læknirinn Edward Jenner (1749 - 1823) var frumkvöðull á...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?

Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástlei...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Virka einhver hljóðfæri ekki í þyngdarleysi?

Hljóð þarf efni til að geta borist á milli staða, það berst ekki í tómarúmi. Vel heyrist í hljóðfærum sem leikið er á í geimstöðvum, en fyrir utan stöðvarnar heyrist ekkert, enda eru þar nánast engar agnir. Um borð í geimstöðvum ríkir örþyngd (e. microgravity) sem veldur nánast algjöru þyngdarleysi. Þar er engu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?

Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að börnin veikist af sjúkdómnum sem bólusett er g...

category-iconLæknisfræði

Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt? Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?

Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w. Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir: að ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...

Fleiri niðurstöður