Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 896 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Arna H. Jónsdóttir stundað?
Arna H. Jónsdóttir er dósent í leikskólafræði og menntastjórnun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að menntastjórnun í leikskólum, fagmennsku og faglegri sjálfsmynd (e. professional identities) leikskólakennara og leikskólastjóra. Rannsóknir hennar og áhugasvið tengja...
Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?
Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...
Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?
Margir hafa spurt um svipað efni. Aðrir spyrjendur eru: Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, Daði, Kristín Ólafsdóttir, f. 1989, Davíð Hrafnsson, Marinó M. Magnússon, Gunnar Pálmason, Ási, f. 1987, Helga Einarsdóttir, Nicholas O'Keeffe, Ragnar Jón Hrólfsson, Steinar Ólafsson, f. 1988, Oddný Rósa, f. 1987, Eydís Arna Sig...
Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...
Háskólalestin með vísindaveislu á Vestfjörðum
Háskólalestin fór á norðanverða Vestfirði í maí 2017. Vísindaveisla var haldin á Suðureyri laugardaginn 20. maí og þar fengu gestir meðal annars að spreyta sig á ýmsum gátum og þrautum. Mæðgurnar Petra og Kristey voru þær einu sem náðu að leysa allar þrautirnar og óskar Vísindavefurinn þeim innilega til hamingju m...
Hvernig lifir haförninn á Íslandi?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...
Hver var Immanuel Kant?
Immanuel Kant var einn merkasti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann fæddist árið 1724 í bænum Königsberg í Prússlandi og dó þar áttatíu árum síðar, árið 1804. Í yfirliti sínu yfir sögu mannsandans segir Ágúst H. Bjarnason meðal annars: Ævi Kants er líkt farið og flestra annara andans mikilmenna; hún er ærið viðbu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?
Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?
Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Faghópurinn sem Rósa leiðir vinnur meðal annars að rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum og matvælum, rannsóknum á nýtingu vannýttra afurða, til dæmis þörunga og loðnu og rannsóknum á heilnæmi matvæla og stöðugleika matvæl...
Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?
Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...
Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...
Hvaða arnartegund er stærst?
Stærstur allra arna er stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm. Stellars-ernir finnast aðe...
Hver var Erik H. Erikson?
Erik Erikson var fyrsti kenningasmiðurinn sem varð þekktur fyrir að setja fram kenningu um allt æviskeiðið frá vöggu til grafar. Fram að því taldi fólk að þroskanum lyki þegar fólk kæmist á fullorðinsár og eftir það lægi leiðin niður á við. Einnig varð hann kunnur fyrir að setja fram þá kenningu að verkefni fólks ...
Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Geta þeir farið í allar áttir í jarðskorpunni? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til st...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir. ...