Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum?Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem „Adam átti syni sjö“, „Göngum við í kringum einiberjarunn“, „Gekk ég yfir sjó og land“ og „Hún Þyrnirós var besta barn“, hafa orðið jólaleikir á Íslandi og eru alltaf sungnir þegar gengið er í kringum jólatréð. Flestir hafa söngvarnir borist hingað um eða eftir aldamótin 1900 frá öðrum Norðurlöndum. Þar eru þeir yfirleitt ekki sérstaklega tengdir jólum, enda fjalla textarnir ekkert um jól. Hvers vegna hafa þessir söngvaleikir þá orðið jólaleikir hér? Í bókinni Í jólaskapi kemur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur með þá skýringu að hér hafi verið strjálbýlt og sjaldgæft að mörg börn kæmu saman nema þá á jólatrésskemmtunum. Jólatrésskemmtunin hafi verið helsta tækifærið til að fara í þessa leiki og því hafi þeir orðið að jólaleikjum á Íslandi.[1] Líklegt er að þessi skýring sé rétt. Á Íslandi er textinn við „Adam átti syni sjö“ oftast hafður þannig:
Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði.
Hann klappaði saman höndunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.[2]

Ýmsir erlendir söngvaleikir, sem tengjast oftast ekki jólum annars staðar, hafa orðið jólaleikir á Íslandi. Líkleg skýring á þessu er að hér var strjálbýlt og mörg börn komu sjaldan saman nema á jólatrésskemmtunum. Það var helsta tækifærið til að fara í þessa leiki og því urðu þeir að jólaleikjum á Íslandi.
- ^ Árni Björnsson, Í jólaskapi, bls. 92-3. Árni Björnsson, Saga daganna, bls. 375.
- ^ Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 76.
- ^ Lystige viser for børn II, bls. 7. Farago, Folestad, Fondberg og Bodén, Tjuderuttan sa räven, bls. 128-9.
- ^ Thyregod, S.T. og O. Børnenes Leg. Gamle danske Sanglege, bls.29-33.
- ^ Thyregod, bls. 75-6.
- ^ Farago, Folestad, Fondberg og Bodén, bls. 128-129. Stina Hahnsson, Kom ska vi dansa – kom ska vi sjunga, bls. 33. Seeger, Ruth Crawford, American Folk Songs for Children, bls. 174. I-bi-ne-glaine Zottelbär, bls. 135. Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 79.
- ^ Thyregod, Tvermose, Sigfús Blöndal og Gruner Nielsen, H. „Sanglege“. Grein í Nordisk Kultur, 24. bindi. Kaupmannahöfn 1933.
- ^ Lystige viser for børn I, bls. 236.
- ^ Opie, Iona og Peter, The Singing Game, bls. 267-268.
- ^ Halldóra Bjarnadóttir, Kvæði og leikir handa börnum, bls. 34-35.
- ^ Opie, Iona og Peter, bls. 266-269. Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 80-82.