Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, Daði, Kristín Ólafsdóttir, f. 1989, Davíð Hrafnsson, Marinó M. Magnússon, Gunnar Pálmason, Ási, f. 1987, Helga Einarsdóttir, Nicholas O'Keeffe, Ragnar Jón Hrólfsson, Steinar Ólafsson, f. 1988, Oddný Rósa, f. 1987, Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir, f. 1988, Kristmundur Ólafsson, Pálmi Jóhannsson og Valdimar Halldórsson.Draumar eru gjarnan myndrænir þannig að fólk sér fyrir sér inntak þeirra; með öðrum orðum „horfir“ það á atburðarás draumsins. En á þetta við um þá sem ekki eru sjáandi? Hvað dreymir blint fólk? Vísindamenn eru ekki alveg á einu máli hvað þetta varðar. Flestar rannsóknir benda samt til þess að fólk sem hefur verið blint frá fæðingu dreymi ekki myndræna drauma. Það sama virðist eiga við um þá sem verða blindir fyrir fimm ára aldur. Aftur á móti getur fólk sem blindast eftir um sjö ára aldur oft haldið eftir þessum eiginleika draumanna, jafnvel þótt það sjái ekki í vöku. Miðað við þetta virðist því vera rétt ályktað hjá spyrjanda að fólk þurfi að hafa séð hluti til að geta dreymt þá, ef með því er átt við að menn sjái hlutina fyrir sér í draumi. Aftur á móti má ekki gleyma að hægt er að skynja hluti með öðrum skilningarvitum en sjón, og varla er nokkuð því til fyrirstöðu að blindir heyri til dæmis í hlutum eða finnist þeir snerta þá í draumi. Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Erfist sjón frá foreldrum til barna? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.
- Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.
- Bértolo, H., Paiva, T., Pessoa, L., Mestre, T., Marques R. og Santos, R. (2003). Visual dream content, graphical representation and EEG alpha activity in congenitally blind subjects. Cognitive Brain Research, 15(3), 277-284.
- Kerr, N. og Domhoff, G. W. (2004). Do the blind literally "see" in their dreams? A critique of a recent claim that they do. Dreaming, 14, 230-233.
- Mynd: Sleep. Flickr.com. Höfundur myndar er dharmacat. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.