Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Faghópurinn sem Rósa leiðir vinnur meðal annars að rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum og matvælum, rannsóknum á nýtingu vannýttra afurða, til dæmis þörunga og loðnu og rannsóknum á heilnæmi matvæla og stöðugleika matvæla. Sérstök áhersla er lögð á að finna, einangra og skilgreina náttúruleg lífvirk efni sem hafa heilsubætandi áhrif og geta aukið stöðugleika matvæla.

Á undanförnum árum hefur Rósa einkum fengist við rannsóknir og nýtingu lífefna og lífvirkra efna úr stórþörungum. Rósa sést hér til hægri safna þörungum.

Á undanförnum árum hefur Rósa einkum fengist við rannsóknir og nýtingu lífefna og lífvirkra efna úr stórþörungum með áherslu á einangrun og vinnslu flórótannína (e. phlorotannins) og fjölsykra. Flórótannín eru sérstök fjölfenól sem finnast einungis í brúnþörungum og hafa sýnt jákvæða lífvirkni, meðal annars andoxunarvirkni og virkni gegn sykursýki og bólgum. Stórþörungar innihalda einnig mjög sérstakar og lífvirkar fjölsykrur sem hægt er að nýta í margar mismunandi afurðir. Þessi vinna fer fram í nánu samstarfi við iðnaðinn ásamt stofnunum og háskólum innanlands sem utan þar sem unnið er að því að koma þessum afurðum á markað.

Rósa hefur komið að stofnun sprotafyrirtækjanna Marinox og UNA skincare sem byggja á rannsóknum Matís á stórþörungum.

Rósa er fædd árið 1964 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1984. Hún lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Að námi loknu starfaði Rósa meðal annars á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Frá árinu 2007 hefur Rósa starfað á Matís. Rósa hefur leiðbeint framhaldsnemendum og skrifað eða verið meðhöfundur fjölda vísindagreina sem birst hafa í alþjóðlegum vísindatímaritum.

Mynd:
  • Úr safni RJ.

Útgáfudagur

24.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75721.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75721

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75721>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?
Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Faghópurinn sem Rósa leiðir vinnur meðal annars að rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum og matvælum, rannsóknum á nýtingu vannýttra afurða, til dæmis þörunga og loðnu og rannsóknum á heilnæmi matvæla og stöðugleika matvæla. Sérstök áhersla er lögð á að finna, einangra og skilgreina náttúruleg lífvirk efni sem hafa heilsubætandi áhrif og geta aukið stöðugleika matvæla.

Á undanförnum árum hefur Rósa einkum fengist við rannsóknir og nýtingu lífefna og lífvirkra efna úr stórþörungum. Rósa sést hér til hægri safna þörungum.

Á undanförnum árum hefur Rósa einkum fengist við rannsóknir og nýtingu lífefna og lífvirkra efna úr stórþörungum með áherslu á einangrun og vinnslu flórótannína (e. phlorotannins) og fjölsykra. Flórótannín eru sérstök fjölfenól sem finnast einungis í brúnþörungum og hafa sýnt jákvæða lífvirkni, meðal annars andoxunarvirkni og virkni gegn sykursýki og bólgum. Stórþörungar innihalda einnig mjög sérstakar og lífvirkar fjölsykrur sem hægt er að nýta í margar mismunandi afurðir. Þessi vinna fer fram í nánu samstarfi við iðnaðinn ásamt stofnunum og háskólum innanlands sem utan þar sem unnið er að því að koma þessum afurðum á markað.

Rósa hefur komið að stofnun sprotafyrirtækjanna Marinox og UNA skincare sem byggja á rannsóknum Matís á stórþörungum.

Rósa er fædd árið 1964 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1984. Hún lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Að námi loknu starfaði Rósa meðal annars á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Frá árinu 2007 hefur Rósa starfað á Matís. Rósa hefur leiðbeint framhaldsnemendum og skrifað eða verið meðhöfundur fjölda vísindagreina sem birst hafa í alþjóðlegum vísindatímaritum.

Mynd:
  • Úr safni RJ.

...