Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 459 svör fundust
Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?
Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn. Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa o...
Eru hundar skyldir bjarndýrum?
Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á un...
Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?
Hér er einnig svarað spurningunum:Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?Geta kettir misst tennurnar?Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri? Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæ...
Má baða hunda og þá hve oft?
Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef...
Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?
Hundar af Shih Tzu ræktunarafbrigðinu eru komnir af peking-hundinum og tíbetsku afbrigði sem nefnist Lhasa apsoo. Shih Tzu hundar komu fyrst fram í Tíbet og eru nú meðal vinsælustu dekurhunda á Vesturlöndum. Í Kína kallast hundar af þessu afbrigði Shih Tzu kou sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem ljónahundur...
Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?
Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um hunda og ketti enda fátítt að deilur spretti vegna annarra gæludýra. Í 13. tölulið A-liðar 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 kvað áður á um að eigendur hússins ákvæðu sjálfir hvort halda mætti ketti eða hunda í húsinu, en til að heimilt væri að halda hunda o...
Hver er árásargjarnastur hunda?
Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...
Hvert er ættartré hunda?
Flokkun hunda (Canis familiaris) er á þessa leið: Ríki (Kingdom) - Dýraríkið (Animalia) Fylking (Phylum) - Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylum) - Hryggdýr (Vertebrata) Hópur (Class) - Spendýr (Mammalia) Undirhópur (Subclass) - Legkökuspendýr (Eutheria) Ættbálkur (Order) - Rándýr (Carnivora) Ætt (Family) -...
Hver er meðgöngutími hunda?
Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað er meðgangan löng hjá köttum, hundum, hestum, kúm og svínum? kemur fram að meðgöngutími hunda er að meðaltali 56-58 dagar. Öll ræktunarafbrigði hunda hafa sama meðgöngutíma, hvort sem um er að ræða risavaxinn stórdana eða mexíkóskan dverghund....
Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?
Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...
Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Eftir að hafa lesið svar ykkar um fjandskap hunda og katta, vaknar spurningin: Hvers vegna eru það þá bara hundarnir sem ráðast á kettina en ekki öfugt? Eða með öðrum orðum - Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda? Sjálfsagt er skýringin sú að hundar eru gjarnan miklu stærr...
Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?
Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...
Hvernig er hægt að sanna það að hundar sjái ekki í lit, eða mjög dauft?
Hundar sjá í lit en þeir sjá ekki eins marga liti og menn. Við vitum hvernig sjón hunda er háttað af því að hægt er að rannsaka sjónfrumur þeirrra sem nefnast keilur. Hundar hafa tvær gerðir af keilum og ljósgleypni þeirra er á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm. Hundar nema þess vegna bláan og gulan l...
Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?
Hundar tilheyra hundaættinni (Canidae) sem inniheldur um það bil 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Sem dæmi um tegundir ættarinnar má nefna úlfa (Canis lupus), sléttuúlfa (Canis latrans), rauðúlfa (Canis rufus), refi (Vulpes sp.) og hunda (Canis familiaris). Það er nefnilega aðeins til ein tegund af heimilishundum (Can...
Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?
Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við. Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar ...