Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?

Jón Már Halldórsson

Hundar af Shih Tzu ræktunarafbrigðinu eru komnir af peking-hundinum og tíbetsku afbrigði sem nefnist Lhasa apsoo. Shih Tzu hundar komu fyrst fram í Tíbet og eru nú meðal vinsælustu dekurhunda á Vesturlöndum.

Í Kína kallast hundar af þessu afbrigði Shih Tzu kou sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem ljónahundur. Sennilega er þar verið að vísa til hins mikla makka þeirra en það er fátt annað við þessa litlu hunda sem minnir á ljón. Shih Tzu hundar eru aðeins um 25 cm á herðakamb og vega oftast á bilinu 4-7 kg. Þeir hafa ekki aðeins mikinn makka heldur eru feldurinn allur mjög síður. Þar sem Shih Tzu eru ræktaðir sem dekur- og heimilishundar eru þeir afar líflegir og skemmtilegir, sívirkir og traustir félagar.



Shih Tzu hundar eru mjög síðhærðir.

Ekki er vitað um aldur þessa hundaafbrigðis en þó eru til málverk og teikningar frá 7. öld af hundum sem minna mjög á Shih Tzu hunda. Heimildir eru fyrir að Dalai Lama hafi gefið keisara Kínaveldis Shih Tzu hunda að gjöf á 16. öld. Shih Tzu hundar voru vinsæl gæludýr á tímum Ming konungsættarinnar í Kína (1368 - 1644) og hafa verið hátt skrifaðir innan kínversku hirðarinnar í gegnum aldirnar.

Kínverska keisaraynjan Cixi (Tzu-His, 1834–1908) hélt úti metnaðarfullri ræktun á Shih Tzu hundum, en eftir dauða hennar dró mjög úr ræktun þeirra og hundar hennar dreifðust um byggðir landsins. Eftir uppreisn kommúnista var ræktunarafbrigðið nær horfið.

Allir núlifandi Shih Tzu hundar eru afkomendur 14 hunda sem fluttir voru til Evrópu, bæði Englands og Noregs, á millistríðsárunum. Hundaáhugamenn í Englandi hófu að rækta afbrigðið á nýjan leik og var fyrsti Shih Tzu klúbburinn stofnaður þar í landi árið 1935. Þaðan hefur afbrigðið síðan dreifst víða um lönd og njóta þessir hundar nú mikilla vinsælda.

Hægt er að lesa meira um Shih Tzu hunda á heimasíðu Shih-Tzu hunda á Íslandi.

Mynd: Breeds of Dogs.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.9.2005

Spyrjandi

Anja Björg Kristinsdóttir, Hrund H.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?“ Vísindavefurinn, 9. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5254.

Jón Már Halldórsson. (2005, 9. september). Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5254

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5254>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?
Hundar af Shih Tzu ræktunarafbrigðinu eru komnir af peking-hundinum og tíbetsku afbrigði sem nefnist Lhasa apsoo. Shih Tzu hundar komu fyrst fram í Tíbet og eru nú meðal vinsælustu dekurhunda á Vesturlöndum.

Í Kína kallast hundar af þessu afbrigði Shih Tzu kou sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem ljónahundur. Sennilega er þar verið að vísa til hins mikla makka þeirra en það er fátt annað við þessa litlu hunda sem minnir á ljón. Shih Tzu hundar eru aðeins um 25 cm á herðakamb og vega oftast á bilinu 4-7 kg. Þeir hafa ekki aðeins mikinn makka heldur eru feldurinn allur mjög síður. Þar sem Shih Tzu eru ræktaðir sem dekur- og heimilishundar eru þeir afar líflegir og skemmtilegir, sívirkir og traustir félagar.



Shih Tzu hundar eru mjög síðhærðir.

Ekki er vitað um aldur þessa hundaafbrigðis en þó eru til málverk og teikningar frá 7. öld af hundum sem minna mjög á Shih Tzu hunda. Heimildir eru fyrir að Dalai Lama hafi gefið keisara Kínaveldis Shih Tzu hunda að gjöf á 16. öld. Shih Tzu hundar voru vinsæl gæludýr á tímum Ming konungsættarinnar í Kína (1368 - 1644) og hafa verið hátt skrifaðir innan kínversku hirðarinnar í gegnum aldirnar.

Kínverska keisaraynjan Cixi (Tzu-His, 1834–1908) hélt úti metnaðarfullri ræktun á Shih Tzu hundum, en eftir dauða hennar dró mjög úr ræktun þeirra og hundar hennar dreifðust um byggðir landsins. Eftir uppreisn kommúnista var ræktunarafbrigðið nær horfið.

Allir núlifandi Shih Tzu hundar eru afkomendur 14 hunda sem fluttir voru til Evrópu, bæði Englands og Noregs, á millistríðsárunum. Hundaáhugamenn í Englandi hófu að rækta afbrigðið á nýjan leik og var fyrsti Shih Tzu klúbburinn stofnaður þar í landi árið 1935. Þaðan hefur afbrigðið síðan dreifst víða um lönd og njóta þessir hundar nú mikilla vinsælda.

Hægt er að lesa meira um Shih Tzu hunda á heimasíðu Shih-Tzu hunda á Íslandi.

Mynd: Breeds of Dogs....