Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?
  • Geta kettir misst tennurnar?
  • Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri?

Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæludýrum okkar, til dæmis hjá hundum og köttum. Reyndar er það svo að flest spendýr fá tvö sett af tönnum yfir ævina. Á máli dýrafræðinnar kallast þetta diphyodont.

Til eru dýr sem eru monophydont, það er að segja fá bara eitt sett af tönnum yfir ævina. Þetta eru dýr eins og bjórar en tennur þeirra vaxa alla ævina.



Tanngarður á Nílarkrókódíl.

Þriðji hópurinn nefnist á fræðimáli polyphyodont. Í þessum flokki eru dýr sem fá mörg ný sett af tönnum yfir ævina. Hákarlar og krókódílar eru góð dæmi um slík dýr en þessi háttur er algengur meðal skriðdýra og fiska.

Mynd: Nature-Wildlife Nile Crocodile Page

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.6.2004

Spyrjandi

Búi Bjarmar
Erla Steinþórsdóttir
Jóhann Viðar
Ingimundur S. Sverrisson
7. - 8. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4358.

Jón Már Halldórsson. (2004, 21. júní). Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4358

Jón Már Halldórsson. „Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4358>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?
  • Geta kettir misst tennurnar?
  • Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri?

Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæludýrum okkar, til dæmis hjá hundum og köttum. Reyndar er það svo að flest spendýr fá tvö sett af tönnum yfir ævina. Á máli dýrafræðinnar kallast þetta diphyodont.

Til eru dýr sem eru monophydont, það er að segja fá bara eitt sett af tönnum yfir ævina. Þetta eru dýr eins og bjórar en tennur þeirra vaxa alla ævina.



Tanngarður á Nílarkrókódíl.

Þriðji hópurinn nefnist á fræðimáli polyphyodont. Í þessum flokki eru dýr sem fá mörg ný sett af tönnum yfir ævina. Hákarlar og krókódílar eru góð dæmi um slík dýr en þessi háttur er algengur meðal skriðdýra og fiska.

Mynd: Nature-Wildlife Nile Crocodile Page ...