Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?

Gunnar Þór Magnússon

Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn.

Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa oft í fimmtán ár. Hundar verða líka kynþroska á einu eða tveim árum, sem er talsvert hraðar en hjá mönnum. Því er ekki til ein einföld formúla til að færa aldur hunds yfir í sambærilegan aldur mannveru.



Aldraður hundur af Neopolitan Mastiff kyni.

Eftir að hundur nær fullri stærð er þó hægt að bera aldur hans gróflega saman við aldur manneskju, en sá samanburður fer bæði eftir aldri hundsins og þyngd hans. Í töflunni hér að neðan er hundaárum breytt í mannaár eftir einu slíku kerfi.

Hundaár Þyngd hunds og mannaár
0-9 kg 10-22 kg 23-41 kg > 42 kg
5 36 37 40 42
6 40 42 45 49
7 44 47 50 56
8 48 51 55 64
9 52 56 61 71
10 56 60 66 78
11 60 65 72 86
12 64 69 77 93
13 68 74 82 101
14 72 78 88 108
15 76 83 93 115
16 80 87 99 123
17 84 92 104  
18 88 96 109  
19 92 101 115  
20 96 105 120  

Upphaflega tiltók spyrjandinn sérstaklega að hann ætti 14 ára gamlan labrador hund. Fullorðnir labradorar vega að meðaltali á bilinu 25 - 36 kg, svo samkvæmt töflunni ætti 14 ára labrador að vera um 88 ára gamall í mannsárum.

Að lokum er rétt að taka fram að allar umbreytingar á borð við þessa eru ekki nákvæm vísindi og byggja á meðaltali sem er tekið yfir marga einstaklinga. Því ætti að líta á þær sem þumalputtareglur eða viðmiðunartæki, en ekki beinharðar og ófrávíkjanlegar staðreyndir.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Spurningin var upphaflega:

Hvað eru mörg hundaár í einu mannsári? Er með 14 ára gamlan labrador hund sem er orðinn gigtveikur, heyrnarlaus og hálfblindur og var að velta fyrir mér hversu gamall hann væri í hundárum?

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

10.8.2009

Spyrjandi

Sigurður Stefánsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2009, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53222.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 10. ágúst). Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53222

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2009. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53222>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?
Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn.

Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa oft í fimmtán ár. Hundar verða líka kynþroska á einu eða tveim árum, sem er talsvert hraðar en hjá mönnum. Því er ekki til ein einföld formúla til að færa aldur hunds yfir í sambærilegan aldur mannveru.



Aldraður hundur af Neopolitan Mastiff kyni.

Eftir að hundur nær fullri stærð er þó hægt að bera aldur hans gróflega saman við aldur manneskju, en sá samanburður fer bæði eftir aldri hundsins og þyngd hans. Í töflunni hér að neðan er hundaárum breytt í mannaár eftir einu slíku kerfi.

Hundaár Þyngd hunds og mannaár
0-9 kg 10-22 kg 23-41 kg > 42 kg
5 36 37 40 42
6 40 42 45 49
7 44 47 50 56
8 48 51 55 64
9 52 56 61 71
10 56 60 66 78
11 60 65 72 86
12 64 69 77 93
13 68 74 82 101
14 72 78 88 108
15 76 83 93 115
16 80 87 99 123
17 84 92 104  
18 88 96 109  
19 92 101 115  
20 96 105 120  

Upphaflega tiltók spyrjandinn sérstaklega að hann ætti 14 ára gamlan labrador hund. Fullorðnir labradorar vega að meðaltali á bilinu 25 - 36 kg, svo samkvæmt töflunni ætti 14 ára labrador að vera um 88 ára gamall í mannsárum.

Að lokum er rétt að taka fram að allar umbreytingar á borð við þessa eru ekki nákvæm vísindi og byggja á meðaltali sem er tekið yfir marga einstaklinga. Því ætti að líta á þær sem þumalputtareglur eða viðmiðunartæki, en ekki beinharðar og ófrávíkjanlegar staðreyndir.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Spurningin var upphaflega:

Hvað eru mörg hundaár í einu mannsári? Er með 14 ára gamlan labrador hund sem er orðinn gigtveikur, heyrnarlaus og hálfblindur og var að velta fyrir mér hversu gamall hann væri í hundárum?
...