Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?

Jón Már Halldórsson

Rétt eins og við mennirnir, þá þroskast og eldast kettir hraðast á fyrsta hluta æviskeiðs síns þegar þeir taka út vöxt. Hjá mannfólkinu stendur þetta tímabil yfir í 15-20 ár en hjá köttum nær það yfir fyrstu tvö árin í lífi þeirra. Sérfræðingar í kattalíffræði hafa metið það svo að þegar kettir eru eins árs jafngildi það um 15 ára aldri manneskju en við tveggja ára aldur jafngildi það 24 ára aldri hjá okkur. Þess má geta að kettir ná kynþroska áður en þeir verða eins árs gamlir.


Eftir þessi fyrstu tvö ár eldist kötturinn á hverju ári álíka og manneskja gerir á fjórum árum. Vísbendingar eru þó um að svokallaðir útikettir eldist helmingi hraðar en kettir sem lifa alla sína tíð innanhús. Ef það reynist rétt er 10 ára gamall inniköttur á við 56 ára gamla manneskju en útikötturinn ætti að vera orðinn vel fullorðinn, eða 88 ára gamall.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá aldur inni- og útikatta í mannárum.

MannárInnikötturÚtiköttur
11515
22424
32832
43240
53648
64056
74464
84872
95280
105688
116096
1264-
1368-
1472-

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um ketti, til dæmis:

Önnur svör um ketti má nálgast með því að smella á efnisorð neðst í þessu svari eða með því að nota leitarvélina hér til vinstri.

Heimild og mynd:
  • Cat owners manual. Quirk books. Philadelfia. USA 2004.
  • EncycloZine

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.3.2005

Spyrjandi

Jakob Helgi Bjarnason, f. 1995
Helga Óttarsdóttir, f. 1991
Elvar Sigurgeirsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4857.

Jón Már Halldórsson. (2005, 29. mars). Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4857

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4857>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?
Rétt eins og við mennirnir, þá þroskast og eldast kettir hraðast á fyrsta hluta æviskeiðs síns þegar þeir taka út vöxt. Hjá mannfólkinu stendur þetta tímabil yfir í 15-20 ár en hjá köttum nær það yfir fyrstu tvö árin í lífi þeirra. Sérfræðingar í kattalíffræði hafa metið það svo að þegar kettir eru eins árs jafngildi það um 15 ára aldri manneskju en við tveggja ára aldur jafngildi það 24 ára aldri hjá okkur. Þess má geta að kettir ná kynþroska áður en þeir verða eins árs gamlir.


Eftir þessi fyrstu tvö ár eldist kötturinn á hverju ári álíka og manneskja gerir á fjórum árum. Vísbendingar eru þó um að svokallaðir útikettir eldist helmingi hraðar en kettir sem lifa alla sína tíð innanhús. Ef það reynist rétt er 10 ára gamall inniköttur á við 56 ára gamla manneskju en útikötturinn ætti að vera orðinn vel fullorðinn, eða 88 ára gamall.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá aldur inni- og útikatta í mannárum.

MannárInnikötturÚtiköttur
11515
22424
32832
43240
53648
64056
74464
84872
95280
105688
116096
1264-
1368-
1472-

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um ketti, til dæmis:

Önnur svör um ketti má nálgast með því að smella á efnisorð neðst í þessu svari eða með því að nota leitarvélina hér til vinstri.

Heimild og mynd:
  • Cat owners manual. Quirk books. Philadelfia. USA 2004.
  • EncycloZine
...