Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er þjóðarhundur Frakka?

Jón Már Halldórsson

Það er rétt að fjölmörg ræktunarafbrigði hafa komið fram í Frakklandi á síðastliðnum öldum. Hundahald og hundaræktun byggir á afar gömlum merg í Frakklandi og hundar hafa til lengri tíma verið notaðir þar til veiða, skemmtunar eða til að verja eigur manna. Tegundir eins og franskur meistari (e. French Mastiff) eru dæmi um hundakyn sem hafa verið ræktuð í Frakklandi.



Hundahald í Frakklandi er með því mesta sem gerist í heiminum og samkvæmt nýlegri könnun voru 7,6 milljón hundar í landinu. Þetta samsvarar því að það sé um það bil einn hundur á hverja tæpa átta íbúa landsins. Algengasti hundurinn í Frakklandi samkvæmt þessari könnun,er einmitt þjóðarhundur þeirra en það er púðluhundurinn (e. poodle). Um það bil 9,3% hunda í Frakklandi eru einmitt af þessu ræktunarafbrigði sem þýðir að í Frakklandi eru tæplega 730 þúsund púðluhundar. Sumir vilja kalla þetta franska púðlu hunda því nokkur afbrigði hafa verið ræktuð útfrá þessum hundum og eru til dæmis flestir púðluhundar á íslandi mun smávaxnari en þeir frönsku.

Franskir púðluhundar voru upphaflega ræktaðir og notaðir sem vinnuhundar. Þeir afar vel syntir og voru notaðir líkt og labradorhundar við að sækja bráð. Þeir eiga auðvelt með að læra og eru iðullega taldir vera greindastir allra hunda. Vegna þessarar eðlislægu greindar hafa þeir getið sér gott orð í fjölleikahúsum þar sem þeir leika ýmsar listir fyrir áhorfendur . Púðluhundar eru duglegir vinnuhundar, en ólíkt öðrum slíkum kynum þá festa þeir ekki lag sitt við eina persónu heldur eru þeir afar félagslyndir og geta þjónað mörgum húsbóndum í einu. Slíkt er afar sjaldgæft meðal hunda.

Eitthvað deila menn um uppruna púðluhunda. Margt þykir benda til þess að þeir séu í raun ekki upprunnir frá Frakklandi heldur frá Austur-Evrópu. Þaðan hafi þeir svo borist til Frakklands annað hvort á tímum þjóðflutninganna miklu á 5. öld eða með verslunarmönnum nokkru síðar. Litlar heimildir eru þó til um þetta og því erfitt að skera úr um hvað reynist vera rétt. Það er þó ljóst að púðluhundar eru afar gamalt hundkyn sem hafa komið snemma fram í Evrópu. Vitað er að þeir munu hafa verið komnar fram á blómaskeiði Rómaveldis, en myndir af hundum sem líkjast mjög púðluhundum prýða til dæmis leirker sem fundist hafa frá þeim tíma.

Heitið púðlu eða poodle eins og hann kallast á ensku er komið af þýska orðinu, pudel sem er stytting á pudelhund sem þýðir einfaldlega skvetta á íslensku og er talið vísa til þess þegar púðluhundar voru mikið notaðir sem veiðihundar og voru sérstaklega þjálfaðir til að sækja bráð í vatni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.5.2008

Spyrjandi

Bryndís Bergþórsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er þjóðarhundur Frakka?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30258.

Jón Már Halldórsson. (2008, 9. maí). Hver er þjóðarhundur Frakka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30258

Jón Már Halldórsson. „Hver er þjóðarhundur Frakka?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30258>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er þjóðarhundur Frakka?
Það er rétt að fjölmörg ræktunarafbrigði hafa komið fram í Frakklandi á síðastliðnum öldum. Hundahald og hundaræktun byggir á afar gömlum merg í Frakklandi og hundar hafa til lengri tíma verið notaðir þar til veiða, skemmtunar eða til að verja eigur manna. Tegundir eins og franskur meistari (e. French Mastiff) eru dæmi um hundakyn sem hafa verið ræktuð í Frakklandi.



Hundahald í Frakklandi er með því mesta sem gerist í heiminum og samkvæmt nýlegri könnun voru 7,6 milljón hundar í landinu. Þetta samsvarar því að það sé um það bil einn hundur á hverja tæpa átta íbúa landsins. Algengasti hundurinn í Frakklandi samkvæmt þessari könnun,er einmitt þjóðarhundur þeirra en það er púðluhundurinn (e. poodle). Um það bil 9,3% hunda í Frakklandi eru einmitt af þessu ræktunarafbrigði sem þýðir að í Frakklandi eru tæplega 730 þúsund púðluhundar. Sumir vilja kalla þetta franska púðlu hunda því nokkur afbrigði hafa verið ræktuð útfrá þessum hundum og eru til dæmis flestir púðluhundar á íslandi mun smávaxnari en þeir frönsku.

Franskir púðluhundar voru upphaflega ræktaðir og notaðir sem vinnuhundar. Þeir afar vel syntir og voru notaðir líkt og labradorhundar við að sækja bráð. Þeir eiga auðvelt með að læra og eru iðullega taldir vera greindastir allra hunda. Vegna þessarar eðlislægu greindar hafa þeir getið sér gott orð í fjölleikahúsum þar sem þeir leika ýmsar listir fyrir áhorfendur . Púðluhundar eru duglegir vinnuhundar, en ólíkt öðrum slíkum kynum þá festa þeir ekki lag sitt við eina persónu heldur eru þeir afar félagslyndir og geta þjónað mörgum húsbóndum í einu. Slíkt er afar sjaldgæft meðal hunda.

Eitthvað deila menn um uppruna púðluhunda. Margt þykir benda til þess að þeir séu í raun ekki upprunnir frá Frakklandi heldur frá Austur-Evrópu. Þaðan hafi þeir svo borist til Frakklands annað hvort á tímum þjóðflutninganna miklu á 5. öld eða með verslunarmönnum nokkru síðar. Litlar heimildir eru þó til um þetta og því erfitt að skera úr um hvað reynist vera rétt. Það er þó ljóst að púðluhundar eru afar gamalt hundkyn sem hafa komið snemma fram í Evrópu. Vitað er að þeir munu hafa verið komnar fram á blómaskeiði Rómaveldis, en myndir af hundum sem líkjast mjög púðluhundum prýða til dæmis leirker sem fundist hafa frá þeim tíma.

Heitið púðlu eða poodle eins og hann kallast á ensku er komið af þýska orðinu, pudel sem er stytting á pudelhund sem þýðir einfaldlega skvetta á íslensku og er talið vísa til þess þegar púðluhundar voru mikið notaðir sem veiðihundar og voru sérstaklega þjálfaðir til að sækja bráð í vatni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons...