Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 59 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið forláta, til dæmis þegar talað er um forlátabíl, og hvaðan kemur það?

Forláta- er notað í samsetningum sem herðandi forliður í jákvæðri merkingu ‛afbragðs-, ágætis-’. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans eru frá miðri 19. öld þar sem talað er um forlátagrip og forlátaþing. Uppruninn er ekki ljós. Ekki er unnt að benda á beinar samsvaranir í grannmálunum. Forláta- er not...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er suðusúkkulaði fitandi?

Mörgum þykir súkkulaði ómótstæðilegt og vita fátt betra en gæða sér á mola. Súkkulaði hefur líka ýmislegt sér til ágætis annað en gott bragð. Í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? kemur meðal annars fram að dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyri...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það?

Gæði ávaxta, þar á meðal gæði appelsína, fara eftir mörgu og má þar nefna mismunandi trjástofna, ræktunaraðferðir og veðurskilyrði. Mestu skiptir þó hversu þroskaðar appelsínurnar eru þegar þær eru tíndar. Það er aftur háð ýmsum þáttum, svo sem ræktun, stað, veðri og í hvað á að nota þær, til dæmis hvort á að sel...

category-iconHugvísindi

Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?

Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?

Þegar talað er um hæð yfir sjávarmáli er ekki miðað við flóð eða fjöru heldur við meðalsjávarhæð (e. mean sea level - MSL) en það er meðaltalið af hæð meðal stórstraumsflóðs og meðal stórstraumsfjöru. Á vef Landhelgisgæslunnar þar sem fjallað er um útreikning sjávarfalla í Reykjavík er að finna eftirfarandi út...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?

Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast. Hins vegar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?

Þau sem hafa fóðrað garðfugla svo sem svartþresti (Turdus merula) og skógarþresti (Turdus iliacus) á rúsínum hafa tekið eftir því hversu hrifnir þeir eru af þessum þurrkuðu vínberjum. Rúsínur eru á engan hátt skaðlegar fyrir fugla og því er í lagi að fóðra þá á þeim. Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað?

Það er vel þekkt að hundar og kettir sem deila húsnæði og alast upp saman geta orðið ágætis vinir, ef svo má að orði komast. Þó svo ólíklega vildi til að vináttan þróaðist í eitthvað meira, þá er útilokað að slíkt bæri einhvern „ávöxt“, skyldleiki dýrategundanna er nefnilega alltof lítill. Litningatala tegunda...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða efni teljast vera eitur?

Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Skemmir sódavatn tennur?

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskur er hrossamakríll?

Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna. Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær...

category-iconNæringarfræði

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...

Fleiri niðurstöður