Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1498 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Hrafna-Flóki til í alvöru?

Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...

category-iconFélagsvísindi

Er löglegt að spila fjárhættuspil á Netinu og ef svo er, þarf maður þá að borga skatt af gróðanum?

Áhugi á ýmis konar netspilum hefur aukist undanfarin ár. Póker og „21“ eru dæmi um vinsæl spil á Netinu. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að 1,3% aðspurðra hafi á undanförnum 12 mánuðum spilað póker á Netinu og voru karlmenn í aldurshópnum 18-25 ára fjölmennasti hópu...

category-iconHugvísindi

Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?

Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Max Weber og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Þýski félagsfræðingurinn Max Weber fæddist 2. apríl 1864 og lést úr lungnabólgu 14. júní 1920. Þrátt fyrir tiltölulega skamma ævi er vísindalegt framlag Webers slíkt að hann telst, ásamt Karli Marx og Émile Durkheim, einn merkasti frumkvöðull nútímafélagsvísinda. Skrif hans spanna vítt svið og hafa, auk risahlutve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rannsóknir Karls von Frisch?

Um Karl von Frisch er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um ævi Karls von Frisch? Karl von Frisch (1886-1982) er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á atferli evrópsku hunangsbýflugunnar, Apus mellifera carnica. Á búgarði fjölskyldu hans í Brunnwinkl við Wolfgangsee...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?

Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig litu landnámsmenn út?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881

Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?

Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?

Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?

Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...

Fleiri niðurstöður