Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Róbert F. Sigurðsson

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland.

Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði beðið ósigur í hildarleiknum mikla. Hin glæsilega barrokhöll með öllum sínum herbergjum og stásssölum, sem sólkonungurinn Loðvík 14. lét reisa á 17. og 18. öld, hentaði einkar vel fyrir þennan fund. Þeir sem réðu mestu á honum voru Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti og forsætisráðherrar Frakka og Breta, George Clemenceau og Lloyd George. Þessir voldugu bandamenn höfðu að ýmsu leyti ólíkar skoðanir á því hvaða skilmálum hinir sigruðu ættu að hlíta. Fyrir vikið varð niðurstaðan ófullkomin málamiðlun sem skýrir að hluta til hvers vegna Versalasamningarnir náðu ekki að tryggja varanlegan frið.

Wilson Bandaríkjaforseti vildi fara fremur mjúkum höndum um hina sigruðu og það var í samræmi við hugsjónastefnu hans eða hina svokölluðu 14 punkta er boðuðu ýmsar framfarir í samskiptum þjóða. Öldungurinn Clemenceau, forsætisráðherra Frakka, var aftur á móti í miklum hefndarhug í garð Þýskalands sem hann kaus helst að lima sundur í máttlítil smáríki sem Frakklandi mundi ekki stafa ógn af í framtíðinni. Lloyd George vildi fara bil beggja. Hann óttaðist til dæmis að of strangir skilmálar kynnu að leiða Þjóðverja inn á braut byltingar og kommúnisma.

Oddvitar Frakka og Breta voru undir miklum þrýstingi almennings sem krafðist þess að Þjóðverjum yrði ekki sýnd nein miskunn. Stjórnarherrarnir höfðu líka lofað þegnum sínum ríkulegum sigurlaunum, sem „hæfðu hetjum“ eins og það var orðað, á kostnað andstæðinganna. Þessar aðstæður höfðu skiljanlega mikil áhrif á afstöðu sigurvegaranna og þá um leið á niðurstöður friðarsamninganna. Leiðtogar hinna sigruðu fengu ekki að senda neina fulltrúa á friðarfundinn heldur voru þeir aðeins kallaðir til í fundarlok til að samþykkja það sem sigurvegararnir lögðu fyrir þá.



Mynd frá Verslafundinum. Á myndinni sjást frá vinstri Lloyd George, Orlando, Clemenceau og Wilson. Orlando hinn ítalski fékk litlu ráðið og fór fljótt heim í fússi.

Sjónarmið Frakka máttu sín mikils í Versalasamningunum. Þýskaland var að vísu ekki sundurlimað en talsvert skert. Þannig þurftu Þjóðverjar að skila Elsass-Lothringen til Frakka sem hinir síðarnefndu misstu í fransk-prússneska stríðinu 1870-1871. Belgar fengu landamærahéruðin Euphen-Malmedy og Norður-Slésvík sameinaðist Danmörku. Í austri þurftu Þjóðverjar að láta af hendi Posen, mestan hluta Vestur-Prússlands og auðugasta hluta Efri-Slesíu til hins nýstofnaða pólska ríkis. Auk þess þurfti Þýskaland að afhenda Pólverjum landræmu að Eystrasalti (pólska hliðið) sem tryggði þeim aðgang að sjó. Þýskaland missti þannig um 13,5% lands síns (sjá kort), 10% íbúa og 15% af framleiðslumætti sínum.

Versalasamningurinn bannaði Þjóðverjum að sameinast Austurríki og hafa her í Rínarlöndum. Þjóðverjum var auk þess gert að afhenda bandamönnum allar nýlendur sínar á þeim forsendum að þeir væru ekki færir um að stýra þeim réttlátlega. Þessi röksemd hljómar nokkuð undarlega í ljósi þess að réttlæti sigurvegaranna í garð eigin nýlendna var vægast sagt oft af skornum skammti.

231. grein Versalasamningsins er án efa sú umdeildasta en í henni voru Þjóðverjar og bandamenn þeirra sagðir einir bera ábyrgð á upptökum heimsstyrjaldarinnar og öllu tjóninu sem hún olli. Þessi grein orkaði tvímælis þar sem upptök stríðsins voru mun flóknari en þetta og Þjóðverjar voru af skiljanlegum ástæðum afar ósáttir við hana.

Þessi illa þokkaða stríðssektargrein var notuð til að réttlæta geysiháar kröfur um stríðsskaðabætur (um 138 milljarða gullmarka) sem Þjóðverjum var ætlað að greiða. Reyndar greiddu þeir aldrei nema hluta þeirra og þess má geta að Adolf Hitler borgaði ekki neitt eftir að hann komst til valda árið 1933. Engu að síður ollu þessar háu skaðabótakröfur miklum erfiðleikum í samskiptum Þjóðverja við Vesturveldin og áttu þannig drjúgan þátt í að hindra að Versalasamningarnir megnuðu að tryggja frið til frambúðar.

Að kröfu Frakka var Þjóðverjum gert að afvopnast að mestu. Þeir máttu ekki hafa flugher, skriðdreka og stórskotalið og þeim var gert að eyða eða afhenda obbanum af þeim vopnabúnaði sem þeir réðu yfir. Þjóðverjar urðu að láta sér nægja 100.000 manna léttvopnaðan atvinnuher til að gæta öryggis innanlands.

Friðargerðin í Versölum átti að binda endi á styrjaldir til langrar framtíðar og leggja grunn að bættum venjum í samskiptum þjóða. Hún gerði til dæmis ráð fyrir stofnun alþjóðlegra samtaka sem var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir deilur og styrjaldir. Samtökin nefndust Þjóðabandalagið, sem segja má að hafi verið eins konar undanfari Sameinuðu þjóðanna. Vonir um frið brugðust hins vegar eins og flestir vita þegar herskarar nasista ruddust inn í Pólland 1. september 1939.



Evrópa í kjölfar Versalasamninganna.

Landamæri víða í Evrópu voru dregin upp á nýtt eftir Verslasamningana en í sumum tilvikum tókst ekki sem skyldi að uppfylla kröfur um að landamæri og ríkjamörk tækju mið af þjóðerni íbúanna. Þetta átti eftir að valda vandræðum í samskiptum þjóða, en engu að síður táknaði endurskipan landamæra í kjölfar Versalasamninganna ýmsar mikilvægar breytingar í þjóðernislegu tilliti.

Í stuttu máli var helsti gallinn við Versalasamninganna sá að Þjóðverjar voru almennt afar ósáttir við þá og sýndu því takmarkaðan vilja til að virða þá. Eins má nefna að eftir því sem árin liðu minnkaði vilji sigurvegaranna til að standa fast við þá. Loforð um friðarsamninga fyrir opnum tjöldum voru svikin og skilmálarnir voru afar strangir og beinlínis niðurlægjandi. Fróðlegt er samt að halda því til haga að Þjóðverjar höfðu sjálfir niðurlægt andstæðinga sína með hörðum friðarsamningi. Þannig höfðu þeir krafist stríðsskaðabóta af Frökkum og hirt af þeim Elsass-Lothringen árið 1871. Eins léku þeir Rússa afar grátt með óbilgjörnum skilmálum sem þeir gerðu við byltingarstjórn bolsévíka í mars 1918 og kenndur er við Brest-Litovsk. Eftir sem áður fólu Versalasamningarnir í sér of mörg frækorn heiftar og árekstra þótt þeir hafi vissulega boðað ýmsar framfarir sem ekki gefst rúm til að reifa hér nánar. Tveir bandarískir sagnfræðingar, Palmer og Colton að nafni, hittu naglann á höfuðið þegar þeir sögðu að Versalasamningarnir hafi verið of strangir til að sætta Þjóðverja við ósigurinn en á hina röndina of vægir til að koma þeim algerlega á kné og hindra þannig að þeir gætu ógnað þeim.

Helstu heimildir:
  • Einar Már Jónsson, Loftur Guttormsson og Skúli Þórðarson: Mannkynssaga. Tuttugasta öldin. Fyrra bindi (1914-1945). Reykjavík 1985, Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Poulsen, Henning: Stríð á stríð ofan 1914-1945. Gunnar Stefánsson íslenskaði. Reykjavík 1985, Almenna bókafélagið. (Saga mannkyns, ritröð AB 13. bindi).
  • Sveen, Asle og Svein A. Aastad: Heimsbyggðin 2. Mannkynssaga eftir 1850. Sigurður Ragnarsson þýddi. Reykjavík 1994, Mál og menning.
  • Sverrir Kristjánsson. Frá Vínarborg til Versala. Ritstjórar, Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör. Reykjavík 1943, Útvarpstíðindi. (Erindasafnið 3).

Mynd:

Kort:

Höfundur

sagnfræðingur

Útgáfudagur

11.9.2009

Síðast uppfært

8.1.2019

Spyrjandi

Sveinn Kristjánsson, Einar Ásgeir Ásgeirsson

Tilvísun

Róbert F. Sigurðsson. „Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?“ Vísindavefurinn, 11. september 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10568.

Róbert F. Sigurðsson. (2009, 11. september). Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10568

Róbert F. Sigurðsson. „Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10568>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?
Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland.

Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði beðið ósigur í hildarleiknum mikla. Hin glæsilega barrokhöll með öllum sínum herbergjum og stásssölum, sem sólkonungurinn Loðvík 14. lét reisa á 17. og 18. öld, hentaði einkar vel fyrir þennan fund. Þeir sem réðu mestu á honum voru Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti og forsætisráðherrar Frakka og Breta, George Clemenceau og Lloyd George. Þessir voldugu bandamenn höfðu að ýmsu leyti ólíkar skoðanir á því hvaða skilmálum hinir sigruðu ættu að hlíta. Fyrir vikið varð niðurstaðan ófullkomin málamiðlun sem skýrir að hluta til hvers vegna Versalasamningarnir náðu ekki að tryggja varanlegan frið.

Wilson Bandaríkjaforseti vildi fara fremur mjúkum höndum um hina sigruðu og það var í samræmi við hugsjónastefnu hans eða hina svokölluðu 14 punkta er boðuðu ýmsar framfarir í samskiptum þjóða. Öldungurinn Clemenceau, forsætisráðherra Frakka, var aftur á móti í miklum hefndarhug í garð Þýskalands sem hann kaus helst að lima sundur í máttlítil smáríki sem Frakklandi mundi ekki stafa ógn af í framtíðinni. Lloyd George vildi fara bil beggja. Hann óttaðist til dæmis að of strangir skilmálar kynnu að leiða Þjóðverja inn á braut byltingar og kommúnisma.

Oddvitar Frakka og Breta voru undir miklum þrýstingi almennings sem krafðist þess að Þjóðverjum yrði ekki sýnd nein miskunn. Stjórnarherrarnir höfðu líka lofað þegnum sínum ríkulegum sigurlaunum, sem „hæfðu hetjum“ eins og það var orðað, á kostnað andstæðinganna. Þessar aðstæður höfðu skiljanlega mikil áhrif á afstöðu sigurvegaranna og þá um leið á niðurstöður friðarsamninganna. Leiðtogar hinna sigruðu fengu ekki að senda neina fulltrúa á friðarfundinn heldur voru þeir aðeins kallaðir til í fundarlok til að samþykkja það sem sigurvegararnir lögðu fyrir þá.



Mynd frá Verslafundinum. Á myndinni sjást frá vinstri Lloyd George, Orlando, Clemenceau og Wilson. Orlando hinn ítalski fékk litlu ráðið og fór fljótt heim í fússi.

Sjónarmið Frakka máttu sín mikils í Versalasamningunum. Þýskaland var að vísu ekki sundurlimað en talsvert skert. Þannig þurftu Þjóðverjar að skila Elsass-Lothringen til Frakka sem hinir síðarnefndu misstu í fransk-prússneska stríðinu 1870-1871. Belgar fengu landamærahéruðin Euphen-Malmedy og Norður-Slésvík sameinaðist Danmörku. Í austri þurftu Þjóðverjar að láta af hendi Posen, mestan hluta Vestur-Prússlands og auðugasta hluta Efri-Slesíu til hins nýstofnaða pólska ríkis. Auk þess þurfti Þýskaland að afhenda Pólverjum landræmu að Eystrasalti (pólska hliðið) sem tryggði þeim aðgang að sjó. Þýskaland missti þannig um 13,5% lands síns (sjá kort), 10% íbúa og 15% af framleiðslumætti sínum.

Versalasamningurinn bannaði Þjóðverjum að sameinast Austurríki og hafa her í Rínarlöndum. Þjóðverjum var auk þess gert að afhenda bandamönnum allar nýlendur sínar á þeim forsendum að þeir væru ekki færir um að stýra þeim réttlátlega. Þessi röksemd hljómar nokkuð undarlega í ljósi þess að réttlæti sigurvegaranna í garð eigin nýlendna var vægast sagt oft af skornum skammti.

231. grein Versalasamningsins er án efa sú umdeildasta en í henni voru Þjóðverjar og bandamenn þeirra sagðir einir bera ábyrgð á upptökum heimsstyrjaldarinnar og öllu tjóninu sem hún olli. Þessi grein orkaði tvímælis þar sem upptök stríðsins voru mun flóknari en þetta og Þjóðverjar voru af skiljanlegum ástæðum afar ósáttir við hana.

Þessi illa þokkaða stríðssektargrein var notuð til að réttlæta geysiháar kröfur um stríðsskaðabætur (um 138 milljarða gullmarka) sem Þjóðverjum var ætlað að greiða. Reyndar greiddu þeir aldrei nema hluta þeirra og þess má geta að Adolf Hitler borgaði ekki neitt eftir að hann komst til valda árið 1933. Engu að síður ollu þessar háu skaðabótakröfur miklum erfiðleikum í samskiptum Þjóðverja við Vesturveldin og áttu þannig drjúgan þátt í að hindra að Versalasamningarnir megnuðu að tryggja frið til frambúðar.

Að kröfu Frakka var Þjóðverjum gert að afvopnast að mestu. Þeir máttu ekki hafa flugher, skriðdreka og stórskotalið og þeim var gert að eyða eða afhenda obbanum af þeim vopnabúnaði sem þeir réðu yfir. Þjóðverjar urðu að láta sér nægja 100.000 manna léttvopnaðan atvinnuher til að gæta öryggis innanlands.

Friðargerðin í Versölum átti að binda endi á styrjaldir til langrar framtíðar og leggja grunn að bættum venjum í samskiptum þjóða. Hún gerði til dæmis ráð fyrir stofnun alþjóðlegra samtaka sem var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir deilur og styrjaldir. Samtökin nefndust Þjóðabandalagið, sem segja má að hafi verið eins konar undanfari Sameinuðu þjóðanna. Vonir um frið brugðust hins vegar eins og flestir vita þegar herskarar nasista ruddust inn í Pólland 1. september 1939.



Evrópa í kjölfar Versalasamninganna.

Landamæri víða í Evrópu voru dregin upp á nýtt eftir Verslasamningana en í sumum tilvikum tókst ekki sem skyldi að uppfylla kröfur um að landamæri og ríkjamörk tækju mið af þjóðerni íbúanna. Þetta átti eftir að valda vandræðum í samskiptum þjóða, en engu að síður táknaði endurskipan landamæra í kjölfar Versalasamninganna ýmsar mikilvægar breytingar í þjóðernislegu tilliti.

Í stuttu máli var helsti gallinn við Versalasamninganna sá að Þjóðverjar voru almennt afar ósáttir við þá og sýndu því takmarkaðan vilja til að virða þá. Eins má nefna að eftir því sem árin liðu minnkaði vilji sigurvegaranna til að standa fast við þá. Loforð um friðarsamninga fyrir opnum tjöldum voru svikin og skilmálarnir voru afar strangir og beinlínis niðurlægjandi. Fróðlegt er samt að halda því til haga að Þjóðverjar höfðu sjálfir niðurlægt andstæðinga sína með hörðum friðarsamningi. Þannig höfðu þeir krafist stríðsskaðabóta af Frökkum og hirt af þeim Elsass-Lothringen árið 1871. Eins léku þeir Rússa afar grátt með óbilgjörnum skilmálum sem þeir gerðu við byltingarstjórn bolsévíka í mars 1918 og kenndur er við Brest-Litovsk. Eftir sem áður fólu Versalasamningarnir í sér of mörg frækorn heiftar og árekstra þótt þeir hafi vissulega boðað ýmsar framfarir sem ekki gefst rúm til að reifa hér nánar. Tveir bandarískir sagnfræðingar, Palmer og Colton að nafni, hittu naglann á höfuðið þegar þeir sögðu að Versalasamningarnir hafi verið of strangir til að sætta Þjóðverja við ósigurinn en á hina röndina of vægir til að koma þeim algerlega á kné og hindra þannig að þeir gætu ógnað þeim.

Helstu heimildir:
  • Einar Már Jónsson, Loftur Guttormsson og Skúli Þórðarson: Mannkynssaga. Tuttugasta öldin. Fyrra bindi (1914-1945). Reykjavík 1985, Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Poulsen, Henning: Stríð á stríð ofan 1914-1945. Gunnar Stefánsson íslenskaði. Reykjavík 1985, Almenna bókafélagið. (Saga mannkyns, ritröð AB 13. bindi).
  • Sveen, Asle og Svein A. Aastad: Heimsbyggðin 2. Mannkynssaga eftir 1850. Sigurður Ragnarsson þýddi. Reykjavík 1994, Mál og menning.
  • Sverrir Kristjánsson. Frá Vínarborg til Versala. Ritstjórar, Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör. Reykjavík 1943, Útvarpstíðindi. (Erindasafnið 3).

Mynd:

Kort:...