Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 264 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kynlíf?

Hér á landi höfum við iðulega verið í vanda með að þýða hugtök á sviði kynlífs. Þetta sést til dæmis ef við flettum upp á orðinu 'kynlíf' í Orðabók Menningarsjóðs. Þar er engin skýring gefin heldur einungis sýnt samheitið 'kynferðislíf' og nefnd samsettu orðin 'kynlífs-fræðsla, -hegðun'. Hugtakið kynlíf (sexua...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er að segja um eðlisfræði skæra?

Skæri eru býsna snjöll uppfinning og skærin í kringum okkur eru margs konar ef að er gáð: Eldhússkæri, naglaskæri, fataskæri og svo framvegis. Og ef við hugsum okkur um sjáum við að ýmis áhöld sem við köllum klippur eru í rauninni náskyld skærum. Má þar nefna einfaldar grasklippur, trjáklippur, þakjárnsklippur og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?

Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...

category-iconBókmenntir og listir

Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?

Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?

Það fer alfarið eftir því hvernig fæðan er samsett hversu langan tíma tekur að melta hana. Þumalputtareglan er þó sú að sólarhring eftir að við höfum borðað máltíð höfum við melt hana og losað okkur við þann hluta hennar sem við getum ekki melt. Meltingarvegurinn nær allt frá munni til endaþarms og er nokkur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?

Maríubjöllur (Coccinella spp.) eru afar fallegar bjöllur og áberandi skordýr sem vekja jafnan eftirtekt þar sem þær finnast, meðal annars á Íslandi. Þetta eru smáar bjöllur frá 0,8 til 1,8 mm á stærð. Sjöbletta maríubjalla (Coccinella septempunctata), algengasta maríubjallan í Evrópu. Maríubjöllur eru flokka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega?

Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Mér hefur verið sagt að sápuhimna sé "lágflötur", en hverjir eru eiginleikar og eðli lágflata?

Lágfletir eru yfirborð sem hafa minnsta mögulega flatarmál af öllum yfirborðum sem má koma fyrir innan ákveðinna marka. Mjög auðvelt er að sjá dæmi um lágfleti, því ef maður beygir vír í lokaða lykkju og dýfir henni í sápuvatn þá myndar sápuhimnan sem fæst þannig lágflöt sem afmarkast af vírnum. Sápuhimnur mynd...

category-iconJarðvísindi

Hvað er Hreppafleki?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fleki er Hreppaflekinn sem mætir Norður-Ameríkuflekanum á Þingvöllum? Hreppaflekinn er lítill jarðskorpufleki á Suðurlandi, nokkurs konar örfleki eða míkrófleki. Jarðskorpa jarðarinnar er samsett úr nokkrum gríðarstórum meginlandsflekum, eins og Norður-Ameríkuflekanum ...

category-iconNæringarfræði

Af hverju bráðnar þeyttur rjómi ef hann stendur í stofuhita?

Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en í honum er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hljóðlíking?

Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?

Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...

category-iconEfnafræði

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?

Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllun...

Fleiri niðurstöður