Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 831 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er eiginlega dragbítur?

Dragbítur er nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið sem farinn er að slitna, eða niður úr kjöldragi á skipi. Þessi nagli eða flís gerir það að verkum að sleðinn rennur illa í snjó eða báturinn á hlunnum þegar verið er að ýta honum á flot eða draga hann á land. Um þessa merkingu á Orðabók Háskólans elst d...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er auðveldara að læra stærðfræði með venjulegri aðferð en með Trachtenberg-aðferðinni?

Þessari spurningu er erfitt að svara afdráttarlaust. Áhangendur Trachtenberg-kerfisins halda því fram að þeirra kerfi sé einfaldara og auðlærðara. Máli sínu til stuðnings nefna þeir sögur af því hvernig Trachtenberg-kerfið hefur bylt árangri krakka sem hafa ekki haft neinn áhuga á reikningi. Ekki er þó víst að þet...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið. Þegar höfundur lýkur ...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta menn fengið fuglaflensu?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Ef fugl smitast samtímis af tveimur eða fleiri inflúensuveirum (til dæmis mannaveiru og fuglaveiru) geta veirurnar skipst á erfðaefni. Slík ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?

Með innláns- eða innstæðutryggingum er átt við að sá sem á fé á reikningi í banka eða sparisjóði getur fengið féð að hluta eða í heild greitt úr tryggingasjóði ef bankinn eða sparisjóðurinn getur ekki greitt það. Á Íslandi annast Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta þetta hlutverk. Tryggingarsjóður inn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru neglur? kemur fram að neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa (e. matrix) ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglbandinu og ýtast smám saman fram á við. Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar og gefa til kynna að naglm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða gagn gera mýflugur?

Hér er einnig svarað spurningunni:Af hverju skapaði guð mýflugur fyrst þær eru svona pirrandi? Mý skiptist í rykmý sem er bæði i stöðuvötnum og straumvötnum og bitmý sem er aðeins í straumvötnum. Auk þess eru nokkrar aðrar ættir sem eru miklu fáliðaðri. Mýflugur eyða mestum hluta lífsferils síns sem lirfur á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær má gelda ketti?

Högnar merkja óðöl sín oft með hlandi sem er afar lyktarsterkt eins og flestir vita. Óðal ógeldra fressa er iðulega mun stærra en geldra og eyða þeir miklum tíma í að fara um það og hverfa þá gjarnan í marga daga í senn. Jafnframt verja þeir svæðið sitt af mikilli hörku gagnvart öðrum köttum. Til þess að högnar ve...

category-iconHugvísindi

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...

category-iconHugvísindi

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?

Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?

Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta ljón verið hvít?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Geta ljón verið hvít? Ef svo er, frá hvaða landi eru þau eða voru og er til mikið af þeim?Í margar aldir hefur verið uppi orðrómur um tilvist hvítra ljóna í Suður-Afríku. Á fjórða áratug síðustu aldar sá Joyce nokkur Mostert hvítt ljón á Timbavati-verndarsvæðinu sem liggur ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?

Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?

Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?

Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...

Fleiri niðurstöður