Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?

Arna Skúladóttir

Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá þó sérherbergi á einhverjum tímapunkti. Hér á eftir verður stiklað á stóru um hvað geti skipt máli þegar valinn er tími í það viðfangsefni og hvaða aðferð sé best að nota.

Ekki er mælt með að barn sé sett í sérherbergi nýfætt. Samkvæmt rannsóknum er öndun og hjartsláttur nýfæddra barna reglulegri ef það sefur í sama herbergi og móðirin. Ef til stendur að setja barn frekar ungt í sérherbergi þá er léttast að það sé gert þegar barnið er 5-9 mánaða. Á þeim aldri eru þau flest hætt næturdrykkju og kvarta yfirleitt ekki yfir að sofa ein.

Ef foreldrar vilja bíða lengur þá er oftast best að bíða þangað til barnið er 15-16 mánaða. Ástæða þess er að í kringum 1 árs aldurinn getur aðskilnaðarkvíði truflað sum börn (líklega um 30-40% barna); þau vilja ekki vera skilin ein eftir, hvorki að nóttu né degi. Þetta gengur samt oftast yfir á nokkrum vikum eða mánuðum.

Það er fleira en aldur barns sem taka þarf tillit til þegar rætt er um sérherbergi. Persónubundnir þættir geta haft þau áhrif að mælt er sérstaklega með að barn sofi einsamalt. Til dæmis geta sum börn verið ofurviðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti, þannig að minnstu hljóð eða jafnvel nærvera foreldra trufli svefn þeirra. Einnig getur verið að foreldrar sofi illa í návist barnsins og finnist til dæmis óþægilegt þegar barnið hreyfir sig í svefni. Einnig getur verið gott að láta barn sofa í sérherbergi ef það er mjög fjörugt og á það til að fara að leika ef það sér foreldra sína er það rumskar um nætur.

5-9 mánaða gömul börn þurfa venjulega engan undirbúning fyrir að flytja í sérherbergi annan en að hafa sömu hlutina í kringum sig og það er vant, svo sem sængina og bangsann sinn. Hjá eldri börnum er líka best að gera slíkt hið sama, en einnig er gott að barnið hafi leikið sér í herberginu og fengið að kynnast því í nokkra daga áður en það er látið sofa þar.

Ef fjölskyldan flytur í nýtt húsnæði er gott að barnaherbergið sé tilbúið þegar flutt er inn þannig að breytingar hjá barninu verði sem minnstar; þannig getur það flutt beint úr gamla herberginu sínu í það nýja í stað þess að sofa á mörgum mismunandi stöðum áður en nýja herbergið er tilbúið.

Ef venja á barnið á sérherbergi í fyrsta skipti samhliða flutningum þá er gott að annað foreldrið sofi inni hjá barninu fyrstu næturnar meðan barnið er að aðlagast nýju heimili. Ekki er ráðlagt að foreldrið sofi uppi í rúmi hjá barninu, heldur eingöngu inni í herberginu. Þannig aðlagast barnið rólega og finnur öryggi í nýju herbergi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Bækur um viðbrögð og þarfir barna

  • Arna Skúladóttir. Draumaland: Svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs.
  • T. Berry Brazelton. Touchpoints: Guide to the first years of life (einnig til um börn 3-6 ára).
  • Helen Dorman og Clive Dorman. The Social Toddler: Promoting positive behaviour.
  • Lynne Murray og Liz Andrews. The Social Baby: Understanding babies´ communication from birth.

Höfundur

sérfræðingur í svefni og svefnvandamálum barna

Útgáfudagur

11.7.2006

Spyrjandi

Bjartmar Harðarson

Tilvísun

Arna Skúladóttir. „Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6056.

Arna Skúladóttir. (2006, 11. júlí). Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6056

Arna Skúladóttir. „Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6056>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá þó sérherbergi á einhverjum tímapunkti. Hér á eftir verður stiklað á stóru um hvað geti skipt máli þegar valinn er tími í það viðfangsefni og hvaða aðferð sé best að nota.

Ekki er mælt með að barn sé sett í sérherbergi nýfætt. Samkvæmt rannsóknum er öndun og hjartsláttur nýfæddra barna reglulegri ef það sefur í sama herbergi og móðirin. Ef til stendur að setja barn frekar ungt í sérherbergi þá er léttast að það sé gert þegar barnið er 5-9 mánaða. Á þeim aldri eru þau flest hætt næturdrykkju og kvarta yfirleitt ekki yfir að sofa ein.

Ef foreldrar vilja bíða lengur þá er oftast best að bíða þangað til barnið er 15-16 mánaða. Ástæða þess er að í kringum 1 árs aldurinn getur aðskilnaðarkvíði truflað sum börn (líklega um 30-40% barna); þau vilja ekki vera skilin ein eftir, hvorki að nóttu né degi. Þetta gengur samt oftast yfir á nokkrum vikum eða mánuðum.

Það er fleira en aldur barns sem taka þarf tillit til þegar rætt er um sérherbergi. Persónubundnir þættir geta haft þau áhrif að mælt er sérstaklega með að barn sofi einsamalt. Til dæmis geta sum börn verið ofurviðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti, þannig að minnstu hljóð eða jafnvel nærvera foreldra trufli svefn þeirra. Einnig getur verið að foreldrar sofi illa í návist barnsins og finnist til dæmis óþægilegt þegar barnið hreyfir sig í svefni. Einnig getur verið gott að láta barn sofa í sérherbergi ef það er mjög fjörugt og á það til að fara að leika ef það sér foreldra sína er það rumskar um nætur.

5-9 mánaða gömul börn þurfa venjulega engan undirbúning fyrir að flytja í sérherbergi annan en að hafa sömu hlutina í kringum sig og það er vant, svo sem sængina og bangsann sinn. Hjá eldri börnum er líka best að gera slíkt hið sama, en einnig er gott að barnið hafi leikið sér í herberginu og fengið að kynnast því í nokkra daga áður en það er látið sofa þar.

Ef fjölskyldan flytur í nýtt húsnæði er gott að barnaherbergið sé tilbúið þegar flutt er inn þannig að breytingar hjá barninu verði sem minnstar; þannig getur það flutt beint úr gamla herberginu sínu í það nýja í stað þess að sofa á mörgum mismunandi stöðum áður en nýja herbergið er tilbúið.

Ef venja á barnið á sérherbergi í fyrsta skipti samhliða flutningum þá er gott að annað foreldrið sofi inni hjá barninu fyrstu næturnar meðan barnið er að aðlagast nýju heimili. Ekki er ráðlagt að foreldrið sofi uppi í rúmi hjá barninu, heldur eingöngu inni í herberginu. Þannig aðlagast barnið rólega og finnur öryggi í nýju herbergi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Bækur um viðbrögð og þarfir barna

  • Arna Skúladóttir. Draumaland: Svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs.
  • T. Berry Brazelton. Touchpoints: Guide to the first years of life (einnig til um börn 3-6 ára).
  • Helen Dorman og Clive Dorman. The Social Toddler: Promoting positive behaviour.
  • Lynne Murray og Liz Andrews. The Social Baby: Understanding babies´ communication from birth.
...